Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2014 22:18 Ingi Þór fer yfir málin með sínum leikmönnum. Vísir/Valli „Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
„Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48