Við erum hér fyrir fólkið - ekki öfugt Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 14:15 Vísir/GVA Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“ ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“
ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00
Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10
ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00
Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00
Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01
Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18