Henley sigraði á Honda Classic eftir mikla dramatík Kári Hinriksson skrifar 2. mars 2014 23:45 Russell Henley fagnar með kylfusveini sínum eftir sigurinn í kvöld. Vísir/AP Bandaríski kylfingurinn Russell Henley sigraði á Honda Classic mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni í Flórída. Það er óhætt að segja að lokadagurinn í mótinu hafi boðið upp á gríðarlega dramatík en eftir 72 holur á PGA National vellinum voru fjórir kylfingar jafnir í efsta sæti á átta höggum undir pari. Mikið af mistökumRory McIlroy hafði leitt mótið nánast frá fyrstu holu en hann lék hræðilega í dag og kom inn á 74 höggum eða fjórum yfir pari eftir að hafa leikið síðustu 12 holurnar í mótinu á fimm yfir pari. Það dugði þó Norður-Íranum til þess að komst í bráðabana ásamt Ryan Palmer, Russell Knox og Russell Henry en allir þessir kylfingar áttu góðan séns á að klára mótið á seinni níu holunum í dag. Það var þó mikið um taugaspennu og mistök en fjórmenningarnir sem komust í bráðabana léku allir seinni níu holurnar yfir pari og á tímabili leit einfaldlega út fyrir að enginn þeirra vildi sigra mótið. 18. holan var spiluð í bráðabananum en hún er rúmlega 500 metra par 5 hola. Þar fékk aðeins einn kylfingur fugl og var það bandaríska ungstirnið Russell Henley sem setti niður rúmlega meterspútt fyrir sigrinum en þetta er annað mótið sem þessi bráðefnilegi 24 ára kylfingur sigrar á PGA mótaröðinni. Rory McIlroy á eflaust eftir að klóra sér í hausnum yfir því hvernig honum tókst að tapa niður forystunni í dag en á tímabili var hann með þriggja högga forskot á næstu menn. Tvöfaldur skolli á 16.holu og skolli á 17.holu kostuðu Norður-Írann mikið en hann hafði leikið nánast óaðfinnanlegt golf frá fyrsta degi í mótinu.Woods hætti leik Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann hætti leik á 13. holu þegar að hann var fimm höggum yfir pari á hringnum. Hann gaf út tilkynningu í kjölfarið að meiðsli í baki hefðu gert honum erfitt fyrir og þess vegna hefði hann þurft að hætta leik. Næsta mót á PGA mótaröðinni er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en öll stærstu nöfnin í golfheiminum munu etja kappi á Doral vellinum í Miami. Hefst mótið á fimmtudaginn næstkomandi en allir keppnisdagarnir munu verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Lokastaða efstu manna í mótinu: 1. Russell Henley -8 (e. bráðabana) 2.-4. Ryan Palmer -8 2.-4. Russell Knox -8 2.-4. Rory McIlroy -8 5. Billy Hurley III -7 6.- 7. David Hearn -6 6. -7. Will MacKenzie -6 8.- 10. Sergio Garcia -5 8.- 10. David Lingmerth -5 8. -10. Luke Donald -5 Post by Golfstöðin. Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Russell Henley sigraði á Honda Classic mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni í Flórída. Það er óhætt að segja að lokadagurinn í mótinu hafi boðið upp á gríðarlega dramatík en eftir 72 holur á PGA National vellinum voru fjórir kylfingar jafnir í efsta sæti á átta höggum undir pari. Mikið af mistökumRory McIlroy hafði leitt mótið nánast frá fyrstu holu en hann lék hræðilega í dag og kom inn á 74 höggum eða fjórum yfir pari eftir að hafa leikið síðustu 12 holurnar í mótinu á fimm yfir pari. Það dugði þó Norður-Íranum til þess að komst í bráðabana ásamt Ryan Palmer, Russell Knox og Russell Henry en allir þessir kylfingar áttu góðan séns á að klára mótið á seinni níu holunum í dag. Það var þó mikið um taugaspennu og mistök en fjórmenningarnir sem komust í bráðabana léku allir seinni níu holurnar yfir pari og á tímabili leit einfaldlega út fyrir að enginn þeirra vildi sigra mótið. 18. holan var spiluð í bráðabananum en hún er rúmlega 500 metra par 5 hola. Þar fékk aðeins einn kylfingur fugl og var það bandaríska ungstirnið Russell Henley sem setti niður rúmlega meterspútt fyrir sigrinum en þetta er annað mótið sem þessi bráðefnilegi 24 ára kylfingur sigrar á PGA mótaröðinni. Rory McIlroy á eflaust eftir að klóra sér í hausnum yfir því hvernig honum tókst að tapa niður forystunni í dag en á tímabili var hann með þriggja högga forskot á næstu menn. Tvöfaldur skolli á 16.holu og skolli á 17.holu kostuðu Norður-Írann mikið en hann hafði leikið nánast óaðfinnanlegt golf frá fyrsta degi í mótinu.Woods hætti leik Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann hætti leik á 13. holu þegar að hann var fimm höggum yfir pari á hringnum. Hann gaf út tilkynningu í kjölfarið að meiðsli í baki hefðu gert honum erfitt fyrir og þess vegna hefði hann þurft að hætta leik. Næsta mót á PGA mótaröðinni er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en öll stærstu nöfnin í golfheiminum munu etja kappi á Doral vellinum í Miami. Hefst mótið á fimmtudaginn næstkomandi en allir keppnisdagarnir munu verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Lokastaða efstu manna í mótinu: 1. Russell Henley -8 (e. bráðabana) 2.-4. Ryan Palmer -8 2.-4. Russell Knox -8 2.-4. Rory McIlroy -8 5. Billy Hurley III -7 6.- 7. David Hearn -6 6. -7. Will MacKenzie -6 8.- 10. Sergio Garcia -5 8.- 10. David Lingmerth -5 8. -10. Luke Donald -5 Post by Golfstöðin.
Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira