Apple snýr sér að bílunum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 11:30 Apple CarPlay verður brátt í bílum flestra bílaframleiðenda. Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent
Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent