Enski boltinn

Rotherham náði í stig á útivelli án Kára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári í leik með Rotherham.
Kári í leik með Rotherham. vísir/getty
Rotherham, lið landsliðsmannsins KáraÁrnasonar, gerði markalaust jafntefli við Colchester í 34. umferð ensku C-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Kári var ekki með Rotherham í leiknum þar sem hann er staddur í Cardiff ásamt íslenska landsliðinu sem mætir Wales í vináttuleik annað kvöld.

Rotherham, sem er nýliði í C-deildinni, hefur verið á miklu skriði undanfarna mánuði en liðið er taplaust í síðustu tíu deildarleikjum sínum.

Síðan liðið tapaði fyrir Coventry á heimavelli, 1-3, á nýársdag, hefur Rotherham unnið sex leiki og gert fjögur jafntefli.

Rotherham er í fimmta sæti C-deildarinnar með 62 stig, tíu stigum meira en Peterborough sem er sæti neðar fimmtán stigum meira en Swindon Town sem er í sjöunda sæti.

Sæti í fjögurra liða umspili um þátttökurétt í B-deildinni á næsta ári er því sama og klárt fyrir nýliðana í Rotherham en liðið er átta stigum frá toppliðum Úlfanna og Leyton Orient.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×