Aðeins ein viðbragðsáætlun til vegna gróðurelda Svavar Hávarðsson skrifar 5. mars 2014 10:39 Barist er við fjölda gróðurelda á ári, en nefnt er að slökkviliðin eiga ekki einu sinni fatnað sem hentar í slík störf. Fréttablaðið/Anton Aðeins ein viðbragðsáætlun hefur verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. „Nei, þessi áætlun er sú eina en nokkrar eru á teikniborðinu,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, spurður hver staða þessara mála sé, en árið 2011 var unnin ítarleg áhættuskoðun af embætti Ríkislögreglustjóra. Víðir vísar þar til viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal, sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið hennar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna elds, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Víðir segir að gerð viðbragðsáætlunarinnar í Skorradal hafi varpað ljósi á ýmis vandamál sem nýtist í framhaldinu. Hann segir að þéttbýl sumarhúsasvæði þar sem er mikill gróður verði að ganga fyrir. „Þetta eru þau svæði sem við höfum langmestar áhyggjur af og verða skoðuð kerfisbundið,“ segir Víðir. „Við erum frekar illa stödd, mundi ég segja,“ bætir hann við spurður um hver staðan sé almennt. „Bæði vegna þess að búnaður og þjálfun slökkviliðanna hafa ekki miðast við að takast á við stóra atburði tengda gróðureldum. Það er enn þá langt í það að við séum vel í stakk búin til að takast á við þetta, með vel búnum og þjálfuðum mannskap.“ Víðir bætir við að vissulega hafi eitt og annað verið gert, en heildstæð nálgun sé framtíðarmál. „Þetta er bara gríðarlega dýrt, t.d. sérhæfður búnaður eins og léttari bílar sem komast frekar um þessi svæði. Sveitarfélögin hafa ekki haft neina burði í slíkar fjárfestingar, sérstaklega ekki á undanförnum árum,“ segir Víðir. Frá því var greint í fréttum Bylgjunnar í gær að Veðurstofa Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun, er að þróa aðferð til að mæla raka í gróðri til að geta varað við hættu á gróðureldum í þurrkatíð, eins og verið hefur suðvestanlands að undanförnu. Hafa tveir rakaskynjarar verið settir upp; á Þingvöllum og í Húsafelli. Framtíðarsýn Veðurstofunnar er að hægt sé að gefa út viðvaranir um gróðurelda í framtíðinni. Hætta á gróðureldum eykst ár frá ári, en þangað til Mýraeldar brunnu árið 2006 var almennt ekki hugsað um að sérstök vá stafaði frá sinu-, kjarr- og skógareldum á Íslandi. Í skýrslu vegna áhættuskoðunar Almannavarna kemur þetta skýrt fram. „Eftir elda á Mýrum 2006 varð ljóst að undirbúa þarf betur viðbrögð við sinueldum og afla betri upplýsinga um helstu áhættusvæði, sérstaklega vegna vaxandi sumarbústaðabyggða víða um land og oft með erfiðu aðgengi. Landnýting hefur einnig breyst, kjarrgróður hefur vaxið og skógi verið plantað og með hlýnandi veðurfari hefur áhættan aukist til muna. Talið er líklegt að svæði fari stækkandi þar sem mikill eldsmatur er fyrir hendi og búast má við auknum sinueldum með miklum umhverfisáhrifum og tjóni í framtíðinni.“ Vegna þessa töldu forsvarsmenn í mörgum lögregluumdæmum að mikil eða gífurleg hætta stafaði af gróðureldum og aðgerðir þyrfti strax. Þetta á t.d. við um höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörð og Dali og Árnessýslu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Aðeins ein viðbragðsáætlun hefur verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. „Nei, þessi áætlun er sú eina en nokkrar eru á teikniborðinu,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, spurður hver staða þessara mála sé, en árið 2011 var unnin ítarleg áhættuskoðun af embætti Ríkislögreglustjóra. Víðir vísar þar til viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal, sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið hennar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna elds, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Víðir segir að gerð viðbragðsáætlunarinnar í Skorradal hafi varpað ljósi á ýmis vandamál sem nýtist í framhaldinu. Hann segir að þéttbýl sumarhúsasvæði þar sem er mikill gróður verði að ganga fyrir. „Þetta eru þau svæði sem við höfum langmestar áhyggjur af og verða skoðuð kerfisbundið,“ segir Víðir. „Við erum frekar illa stödd, mundi ég segja,“ bætir hann við spurður um hver staðan sé almennt. „Bæði vegna þess að búnaður og þjálfun slökkviliðanna hafa ekki miðast við að takast á við stóra atburði tengda gróðureldum. Það er enn þá langt í það að við séum vel í stakk búin til að takast á við þetta, með vel búnum og þjálfuðum mannskap.“ Víðir bætir við að vissulega hafi eitt og annað verið gert, en heildstæð nálgun sé framtíðarmál. „Þetta er bara gríðarlega dýrt, t.d. sérhæfður búnaður eins og léttari bílar sem komast frekar um þessi svæði. Sveitarfélögin hafa ekki haft neina burði í slíkar fjárfestingar, sérstaklega ekki á undanförnum árum,“ segir Víðir. Frá því var greint í fréttum Bylgjunnar í gær að Veðurstofa Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun, er að þróa aðferð til að mæla raka í gróðri til að geta varað við hættu á gróðureldum í þurrkatíð, eins og verið hefur suðvestanlands að undanförnu. Hafa tveir rakaskynjarar verið settir upp; á Þingvöllum og í Húsafelli. Framtíðarsýn Veðurstofunnar er að hægt sé að gefa út viðvaranir um gróðurelda í framtíðinni. Hætta á gróðureldum eykst ár frá ári, en þangað til Mýraeldar brunnu árið 2006 var almennt ekki hugsað um að sérstök vá stafaði frá sinu-, kjarr- og skógareldum á Íslandi. Í skýrslu vegna áhættuskoðunar Almannavarna kemur þetta skýrt fram. „Eftir elda á Mýrum 2006 varð ljóst að undirbúa þarf betur viðbrögð við sinueldum og afla betri upplýsinga um helstu áhættusvæði, sérstaklega vegna vaxandi sumarbústaðabyggða víða um land og oft með erfiðu aðgengi. Landnýting hefur einnig breyst, kjarrgróður hefur vaxið og skógi verið plantað og með hlýnandi veðurfari hefur áhættan aukist til muna. Talið er líklegt að svæði fari stækkandi þar sem mikill eldsmatur er fyrir hendi og búast má við auknum sinueldum með miklum umhverfisáhrifum og tjóni í framtíðinni.“ Vegna þessa töldu forsvarsmenn í mörgum lögregluumdæmum að mikil eða gífurleg hætta stafaði af gróðureldum og aðgerðir þyrfti strax. Þetta á t.d. við um höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörð og Dali og Árnessýslu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira