Mest seldi bíllinn í Úkraínu er kínverskur Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2014 14:42 Ljóst er að efnahagsástandið í Úkraínu er ekki líkt og á vesturlöndum og eitt gott ráð til að setja fingurinn á hverslags ástand er í hverju landi er að kíkja á hvaða bílgerð selst best í viðkomandi landi. Í Úkraínu er það bíll frá Kína, Geely CK, sem kostar þar um 735.000 krónur. Hér á landi var það Skoda Octavia í fyrra sem kostar nú frá 3,8 milljónum. Í Bandaríkjunum er það pallbíllinn Ford F-150 sem í sinni ódýrustu útgáfu myndi kosta rétt innan við 10 milljónir hérlendis, en ennþá er ekki leyfilegt að flytja þann bíl inn frá Bandaríkjunum vegna ósamræmingar á CO2 gildum þar og í Evrópu. Hann kostar hinsvegar aðeins 33.800 dollara í Bandaríkjunum, um 3,8 milljónir, sem er það sama og Octavia kosta hér. Það er því ljóst að mikið ber í milli á verði vinsælasta bílsins í Úkraínu og þessum tveimur löndum. Geely CK bíllinn kínverski er með 94 hestafla Toyota vél en í hann er ekki mikið lagt að öðru leiti. Innréttingin eins og frá síðustu öld og þeir fáu vestrænir bílablaðamenn sem reynsluekið hafa honum eru ekki ýkja hrifnir af honum og segja hann bila mikið. Kínverski bílaframleiðandinn Geely á Volvo og getur örugglega lært talsvert af þeim sænska við smíði vandaðra bíla á næstu árum. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent
Ljóst er að efnahagsástandið í Úkraínu er ekki líkt og á vesturlöndum og eitt gott ráð til að setja fingurinn á hverslags ástand er í hverju landi er að kíkja á hvaða bílgerð selst best í viðkomandi landi. Í Úkraínu er það bíll frá Kína, Geely CK, sem kostar þar um 735.000 krónur. Hér á landi var það Skoda Octavia í fyrra sem kostar nú frá 3,8 milljónum. Í Bandaríkjunum er það pallbíllinn Ford F-150 sem í sinni ódýrustu útgáfu myndi kosta rétt innan við 10 milljónir hérlendis, en ennþá er ekki leyfilegt að flytja þann bíl inn frá Bandaríkjunum vegna ósamræmingar á CO2 gildum þar og í Evrópu. Hann kostar hinsvegar aðeins 33.800 dollara í Bandaríkjunum, um 3,8 milljónir, sem er það sama og Octavia kosta hér. Það er því ljóst að mikið ber í milli á verði vinsælasta bílsins í Úkraínu og þessum tveimur löndum. Geely CK bíllinn kínverski er með 94 hestafla Toyota vél en í hann er ekki mikið lagt að öðru leiti. Innréttingin eins og frá síðustu öld og þeir fáu vestrænir bílablaðamenn sem reynsluekið hafa honum eru ekki ýkja hrifnir af honum og segja hann bila mikið. Kínverski bílaframleiðandinn Geely á Volvo og getur örugglega lært talsvert af þeim sænska við smíði vandaðra bíla á næstu árum.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent