Segir að stjórnvöld hafi þurft að svara af eða á Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 17:15 Segir að ekki hafi verið gefinn langur tími til að komast að niðurstöðu. visir/stefán „Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. ESB-málið Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
ESB-málið Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira