Nissan ætlar framúr Toyota í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 08:45 Nýr Nissan Qashqai er sá heitasti nú um stundir. Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
Nissan er nú í þriðja sæti asísku bílaframleiðendanna hvað varðar fjölda seldra bíla í Evrópu á eftir Toyota og Hyundai. Toyota náði Nissan árið 1998 og hefur haldið því sæti síðan. Nissan menn hafa trú á því að tilkoma nýs Qashqai, tiltölulega nýs Note og nokkrir nýir bílar á næstunni muni færi Nissan uppfyrir bæði Toyota og Hyundai í sölu í Evrópu. Sala Nissan er í miklu blóma í Bretlandi, enda eru þeir með mjög stóra verksmiðju þar og salan á Spáni, Frakklandi og Rússlandi fer vaxandi. Nissan Qashqai var seldur í um 300.000 eintökum á síðasta ári og enn býst Nissan við aukinni sölu á honum. Nissan Leaf seldist í tvöfalt meira magni á síðasta ári en árið á undan og telur Nissan að það gæti gerst aftur í ár. Nissan stefnir að 8% heimsmarkaðarins og 8% hagnaði af veltu, plan sem þeir kalla Nissan Power 88 plan, en til þess verða þeir að kynna til sögunnar nokkra nýja bíla og það er einmitt það sem er á dagskránni.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent