Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2014 13:15 Sveinn Þorgeirsson, sem er á láni hjá Fram frá Haukum, tekur fast á Sigurbergi Sveinssyni. Vísir/Vilhelm Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu. Olís-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu.
Olís-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn