„Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. febrúar 2014 17:00 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni í kjölfar þess að stjórnarflokkarnir ákváðu að draga til baka umsókn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 í dag, en þar ræddu þær Katrín og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um málið. Mikael Torfason, stjórnandi þáttarins, spurði Katrínu hvort til greina kæmi að leggja fram vantrauststillögu í ljósi þess að formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í aðdraganda síðustu kosninga. „Það kemur náttúrulega allt til greina,“ sagði Katrín. „En miðað við hvernig þau hafa læst sig saman í þessu eru þau með 38 þingmenn. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svínbeygður þarna undir þannig að ég veit ekki hversu langt við kæmumst með vantraust.“ Katrín segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á EES-samninginn. „Ég hef verið í pólitík mjög lengi og mér hefur aldrei nokkurn tímann liðið þannig að mig hafi langað að leggja fram vantraust gegn ríkisstjórn, en ég vil það núna. Ástæðan? Það er ekkert plan lagt fram á meðan einu hurðinni að einhverjum möguleikum á nýjum gjaldmiðli er lokað. Svo hef ég miklar áhyggjur af áhrifunum á EES-samninginn, sem er okkur lífnauðsynlegur.“ Vigdís brást við þessum orðum Katrínar. „Komdu með vantraust, ég skora á þig,“ sagði Vigdís.Þátturinn í heild sinni. Mín skoðun Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni í kjölfar þess að stjórnarflokkarnir ákváðu að draga til baka umsókn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 í dag, en þar ræddu þær Katrín og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um málið. Mikael Torfason, stjórnandi þáttarins, spurði Katrínu hvort til greina kæmi að leggja fram vantrauststillögu í ljósi þess að formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í aðdraganda síðustu kosninga. „Það kemur náttúrulega allt til greina,“ sagði Katrín. „En miðað við hvernig þau hafa læst sig saman í þessu eru þau með 38 þingmenn. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svínbeygður þarna undir þannig að ég veit ekki hversu langt við kæmumst með vantraust.“ Katrín segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á EES-samninginn. „Ég hef verið í pólitík mjög lengi og mér hefur aldrei nokkurn tímann liðið þannig að mig hafi langað að leggja fram vantraust gegn ríkisstjórn, en ég vil það núna. Ástæðan? Það er ekkert plan lagt fram á meðan einu hurðinni að einhverjum möguleikum á nýjum gjaldmiðli er lokað. Svo hef ég miklar áhyggjur af áhrifunum á EES-samninginn, sem er okkur lífnauðsynlegur.“ Vigdís brást við þessum orðum Katrínar. „Komdu með vantraust, ég skora á þig,“ sagði Vigdís.Þátturinn í heild sinni.
Mín skoðun Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira