Ekki áhugi í ESB á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland Hrund Þórsdóttir skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Aðildarríki ESB hafa ekki áhuga á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland og mjög erfitt verður að sannfæra þau um að taka við nýrri aðildarumsókn ef núverandi umsókn verður dregin til baka. Svo segja heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel og stangast þetta á við fullyrðingar utanríkisráðherra. Sérfræðingar segja að verði umsókn Íslands um aðild að ESB dregin til baka, sé ólíklegt að önnur umsókn verði tekin til greina í langan tíma, jafnvel áratugi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, blés á þetta í samtali við fréttastofu í gær og sagði um getgátur að ræða: „Í gær átti ég samtal við Stefan Fule stækkunarstjóra og nokkra af kollegum mínum á Norðurlöndum og tónninn í þeim var sá að Ísland er alltaf velkomið í Evrópusambandið,“ sagði Gunnar Bragi. Heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel eru á öðru máli. Þar er tilfinningin sögð sú að mjög erfitt yrði að sannfæra aðildarríkin um að taka umsókn frá Íslandi til greina að nýju, enda hafi þegar farið tími og fjármunir í viðræður sem útlit sé fyrir að verði slitið. Ekki sé áhugi á að endurtaka slíkan leik og því kæmi nýtt aðildarferli varla til greina fyrr en að löngum tíma liðnum. Málið snúist um ímynd Íslands í augum Evrópusambandsþjóðanna.Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB, vill ekki spá fyrir um hugsanlegar afleiðingar þess að draga umsóknina til baka og leggur áherslu á að framhaldið sé í höndum Íslendinga. „Við erum reiðubúin að bjóða samning sem er mjög ásættanlegur fyrir báða aðila og að okkar mati myndu bæði Íslendingar og núverandi aðildarþjóðir Evrópusambandsins hagnast á aðild Íslands,“ segir hann. Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti íslensku þjóðarinnar klára aðildarviðræður við ESB. Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir um álit þeirra á því að aðildarumsókn Íslands að sambandinu verði hugsanlega dregin til baka. ESB-málið Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Viðræðuslit dragi úr trúverðugleika Aðilar vinnumarkaðarins telja óskynsamlegt að slíta viðræðum við ESB. 22. febrúar 2014 19:45 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Aðildarríki ESB hafa ekki áhuga á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland og mjög erfitt verður að sannfæra þau um að taka við nýrri aðildarumsókn ef núverandi umsókn verður dregin til baka. Svo segja heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel og stangast þetta á við fullyrðingar utanríkisráðherra. Sérfræðingar segja að verði umsókn Íslands um aðild að ESB dregin til baka, sé ólíklegt að önnur umsókn verði tekin til greina í langan tíma, jafnvel áratugi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, blés á þetta í samtali við fréttastofu í gær og sagði um getgátur að ræða: „Í gær átti ég samtal við Stefan Fule stækkunarstjóra og nokkra af kollegum mínum á Norðurlöndum og tónninn í þeim var sá að Ísland er alltaf velkomið í Evrópusambandið,“ sagði Gunnar Bragi. Heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel eru á öðru máli. Þar er tilfinningin sögð sú að mjög erfitt yrði að sannfæra aðildarríkin um að taka umsókn frá Íslandi til greina að nýju, enda hafi þegar farið tími og fjármunir í viðræður sem útlit sé fyrir að verði slitið. Ekki sé áhugi á að endurtaka slíkan leik og því kæmi nýtt aðildarferli varla til greina fyrr en að löngum tíma liðnum. Málið snúist um ímynd Íslands í augum Evrópusambandsþjóðanna.Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB, vill ekki spá fyrir um hugsanlegar afleiðingar þess að draga umsóknina til baka og leggur áherslu á að framhaldið sé í höndum Íslendinga. „Við erum reiðubúin að bjóða samning sem er mjög ásættanlegur fyrir báða aðila og að okkar mati myndu bæði Íslendingar og núverandi aðildarþjóðir Evrópusambandsins hagnast á aðild Íslands,“ segir hann. Samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti íslensku þjóðarinnar klára aðildarviðræður við ESB. Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir um álit þeirra á því að aðildarumsókn Íslands að sambandinu verði hugsanlega dregin til baka.
ESB-málið Tengdar fréttir Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00 Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27 Viðræðuslit dragi úr trúverðugleika Aðilar vinnumarkaðarins telja óskynsamlegt að slíta viðræðum við ESB. 22. febrúar 2014 19:45 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. 22. febrúar 2014 20:00
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Þingflokksfundur um viðræðuslit Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB. 21. febrúar 2014 12:27
Viðræðuslit dragi úr trúverðugleika Aðilar vinnumarkaðarins telja óskynsamlegt að slíta viðræðum við ESB. 22. febrúar 2014 19:45
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01