Jason Day bar sigur úr býtum í Arizona 24. febrúar 2014 00:35 Day og Dubuisson takast í hendur eftir úrslitaleikinn Vísir/AP Heimsmótinu í holukeppni lauk í kvöld en 64 af bestu kylfingum heims hafa barist í eyðimörkinni á Dove Mountain vellinum í Arizona undanfarna daga um þennan merkilega titil. Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Rickie Fowler og Jason Day en Ernie Els og Victor Dubuisson í þeim seinni. Mesta spennan var í leik Els og Dubuisson en sá síðarnefndi hefur komið mikið á óvart á sínu fyrsta heimsmóti í holukeppni og hefur lagt sterka kylfinga af velli á borð við Bubba Watson, Graeme McDowell og Peter Hanson. Frakkinn ungi hélt svo uppteknum hætti gegn Els í dag og hafði að lokum sigur í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu eftir að hafa lent þremur holum undir snemma í leiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Jason Day ungstirnið Rickie Fowler en Day hafði yfirhöndina nánast frá byrjun leiks. Í úrslitaleiknum mættust því Jason Day og Victor Dubuisson en þetta er í fjórða sinn á sex árum sem enginn Bandaríkjamaður kemst í úrslit í mótinu. Day setti tóninn strax í úrslitaleiknum og vann tvær fyrstu holurnar en Dubuisson kom til baka á næstu tveimur holum og jafnaði leikinn. Það virtist þó kveikja í Jason Day sem setti niður nokkur góð pútt í kjölfarið en eftir 9 holur var hann kominn með þægilega þriggja holu forystu. Þeirri forystu hélt Day þangað til á 18.holu en Dubuisson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með því að sigra síðustu tvær holurnar á dramatískan hátt. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem fyrstu fjórar holurnar féllu en báðir kylfingar fengu par á fyrstu holu, fugl á þeirri annarri og skolla á þeirri þriðju. Leiðir skildu hins vegar á fimmtu holu í bráðabana þegar að Day nældi sér í fugl eftir frábært innáhögg á meðan að Dubuisson fékk aðeins par. Það var því Jason Day sem sigraði heimsmótið í holukeppni þetta árið en fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 180 milljónir króna. Rickie Fowler fangaði svo þriðja sætið með því að sigra Ernie Els í spennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 19. holu. Næsta mót á PGA mótaröðinni, Honda Classic, fer fram á hinum fallega Palm Beach velli í Flórida en það verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Sjá meira
Heimsmótinu í holukeppni lauk í kvöld en 64 af bestu kylfingum heims hafa barist í eyðimörkinni á Dove Mountain vellinum í Arizona undanfarna daga um þennan merkilega titil. Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Rickie Fowler og Jason Day en Ernie Els og Victor Dubuisson í þeim seinni. Mesta spennan var í leik Els og Dubuisson en sá síðarnefndi hefur komið mikið á óvart á sínu fyrsta heimsmóti í holukeppni og hefur lagt sterka kylfinga af velli á borð við Bubba Watson, Graeme McDowell og Peter Hanson. Frakkinn ungi hélt svo uppteknum hætti gegn Els í dag og hafði að lokum sigur í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu eftir að hafa lent þremur holum undir snemma í leiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Jason Day ungstirnið Rickie Fowler en Day hafði yfirhöndina nánast frá byrjun leiks. Í úrslitaleiknum mættust því Jason Day og Victor Dubuisson en þetta er í fjórða sinn á sex árum sem enginn Bandaríkjamaður kemst í úrslit í mótinu. Day setti tóninn strax í úrslitaleiknum og vann tvær fyrstu holurnar en Dubuisson kom til baka á næstu tveimur holum og jafnaði leikinn. Það virtist þó kveikja í Jason Day sem setti niður nokkur góð pútt í kjölfarið en eftir 9 holur var hann kominn með þægilega þriggja holu forystu. Þeirri forystu hélt Day þangað til á 18.holu en Dubuisson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með því að sigra síðustu tvær holurnar á dramatískan hátt. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem fyrstu fjórar holurnar féllu en báðir kylfingar fengu par á fyrstu holu, fugl á þeirri annarri og skolla á þeirri þriðju. Leiðir skildu hins vegar á fimmtu holu í bráðabana þegar að Day nældi sér í fugl eftir frábært innáhögg á meðan að Dubuisson fékk aðeins par. Það var því Jason Day sem sigraði heimsmótið í holukeppni þetta árið en fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 180 milljónir króna. Rickie Fowler fangaði svo þriðja sætið með því að sigra Ernie Els í spennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 19. holu. Næsta mót á PGA mótaröðinni, Honda Classic, fer fram á hinum fallega Palm Beach velli í Flórida en það verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Sjá meira