Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2014 10:57 Birgir Bjarnason er formaður félags atvinnurekenda. Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin fækki mögulegum valkostum Íslands í peningamálum „sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma“. Þar segir ennfremur að „Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.“ Fréttatilkyningin hljóðar svo í heild sinni:Stjórn Félags atvinnurekenda telur ákvörðun stjórnarflokkanna um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og mótmælir henni harðlega. Ákvörðunin er skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki og lokar augljósum valkostum í efnahagsmálum á tímapunkti þar sem engin þörf er á slíkum vatnaskilum.Ákvörðunin fækkar mögulegum valkostum Íslands í peningamálum, sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma. Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.Stjórn FA tekur undir það sjónarmið að aðildarviðræður eigi að hafa sinn gang, enda er það eina leiðin til að fá á borðið upplýsingar til að greiða atkvæði um á málefnalegum grunni. Um endanlegan samning við ESB á þjóðin að sjálfsögðu að greiða atkvæði. Þannig getur hún ráðið úrslitum – af eða á.Í skoðanakönnun meðal félagsmanna FA sem framkvæmd var í lok janúar sl. kom m.a. fram að 60,7% félagsmanna vildu halda áfram aðildarviðræðum og 52,5% töldu að íslenska krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill fyrir Ísland.Félag atvinnurekenda er einn fjögurra aðila sem stendur að gerð skýrslu um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Alþjóðamálastofnun HÍ sér um gerð skýrslunnar sem væntanleg er í apríl. Hún verður án vafa mikilvægt innlegg í umræðuna um þessi mál eins og nýútkomin skýrsla Hagfræðistofnunar.Stjórn FA skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Það á ekki að fara jafn óvarlega með mikilvægt mál og raun ber vitni. Sýnum skynsemi! ESB-málið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin fækki mögulegum valkostum Íslands í peningamálum „sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma“. Þar segir ennfremur að „Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.“ Fréttatilkyningin hljóðar svo í heild sinni:Stjórn Félags atvinnurekenda telur ákvörðun stjórnarflokkanna um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og mótmælir henni harðlega. Ákvörðunin er skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki og lokar augljósum valkostum í efnahagsmálum á tímapunkti þar sem engin þörf er á slíkum vatnaskilum.Ákvörðunin fækkar mögulegum valkostum Íslands í peningamálum, sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma. Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.Stjórn FA tekur undir það sjónarmið að aðildarviðræður eigi að hafa sinn gang, enda er það eina leiðin til að fá á borðið upplýsingar til að greiða atkvæði um á málefnalegum grunni. Um endanlegan samning við ESB á þjóðin að sjálfsögðu að greiða atkvæði. Þannig getur hún ráðið úrslitum – af eða á.Í skoðanakönnun meðal félagsmanna FA sem framkvæmd var í lok janúar sl. kom m.a. fram að 60,7% félagsmanna vildu halda áfram aðildarviðræðum og 52,5% töldu að íslenska krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill fyrir Ísland.Félag atvinnurekenda er einn fjögurra aðila sem stendur að gerð skýrslu um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Alþjóðamálastofnun HÍ sér um gerð skýrslunnar sem væntanleg er í apríl. Hún verður án vafa mikilvægt innlegg í umræðuna um þessi mál eins og nýútkomin skýrsla Hagfræðistofnunar.Stjórn FA skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Það á ekki að fara jafn óvarlega með mikilvægt mál og raun ber vitni. Sýnum skynsemi!
ESB-málið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira