Hróp gerð að Bjarna Benediktssyni á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2014 15:16 Gríðarlegur hiti er nú á þingi vegna tillögu um að slíta beri viðræðum við ESB. vísir/stefán Nú standa yfir umræður á þingi, um fundarstjórn forseta, þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við það hvernig tilkynnt var um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umræðum við Evrópusambandið. Beina útsendingu frá umræðunum má sjá hér að neðan. Fyrst tók til máls Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu sem fordæmdi það hvernig málið bar að og hvernig það var sett á dagskrá þingsins. Áður en búið var að ljúka umræðu um skýrslu sem fjallar um aðildarviðræðurnar. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu taldi þetta lýsandi fyrir það hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnar eru og hvernig hún ætlar að bera sig að við þær. Svandís Svavarsdóttir Vg spurði hvort skýrslan ætti ekki að vera grundvöllur ákvarðanatöku? Hún sagði þetta óásættanlegt og lítilsvirðandi við þingið að þessi skýrsla var skrípaleikur, þingið og þjóðin hafa verið höfð að fífli. Róbert Marshall Bjartri Framtíð sagði það nú opinberast hverslags pólitískir hryggleysingjar það eru sem skipa þessa ríkisstjórn. Pólitísk lindýr sem ekki þora að fara með þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gripið til þess ráðs, í skjóli nætur því sem næst, að koma málinu á dagskra: Pólitískt óhæfuverk sem hér er verið að fremja að ekki er hægt að finna samjöfnuð í íslenskri sögu. Bergmál þessa óhæfuverks mun hljóma lengi. Birgitta Jónsdóttir Pírötum tók undir þetta og sagði um pólitískt óhæfuverk væri að ræða.Umræðan stendur enn yfir en gerð voru hróp að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þegar hann kom í pontu svaraði á þá leið að svo virtist sem stjórnarandstaðan væri að frábiðja sér því að fá tilkynningar um dagskrá. ESB-málið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
Nú standa yfir umræður á þingi, um fundarstjórn forseta, þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við það hvernig tilkynnt var um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umræðum við Evrópusambandið. Beina útsendingu frá umræðunum má sjá hér að neðan. Fyrst tók til máls Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu sem fordæmdi það hvernig málið bar að og hvernig það var sett á dagskrá þingsins. Áður en búið var að ljúka umræðu um skýrslu sem fjallar um aðildarviðræðurnar. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu taldi þetta lýsandi fyrir það hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnar eru og hvernig hún ætlar að bera sig að við þær. Svandís Svavarsdóttir Vg spurði hvort skýrslan ætti ekki að vera grundvöllur ákvarðanatöku? Hún sagði þetta óásættanlegt og lítilsvirðandi við þingið að þessi skýrsla var skrípaleikur, þingið og þjóðin hafa verið höfð að fífli. Róbert Marshall Bjartri Framtíð sagði það nú opinberast hverslags pólitískir hryggleysingjar það eru sem skipa þessa ríkisstjórn. Pólitísk lindýr sem ekki þora að fara með þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gripið til þess ráðs, í skjóli nætur því sem næst, að koma málinu á dagskra: Pólitískt óhæfuverk sem hér er verið að fremja að ekki er hægt að finna samjöfnuð í íslenskri sögu. Bergmál þessa óhæfuverks mun hljóma lengi. Birgitta Jónsdóttir Pírötum tók undir þetta og sagði um pólitískt óhæfuverk væri að ræða.Umræðan stendur enn yfir en gerð voru hróp að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þegar hann kom í pontu svaraði á þá leið að svo virtist sem stjórnarandstaðan væri að frábiðja sér því að fá tilkynningar um dagskrá.
ESB-málið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira