Jason Day: "Maður uppsker eins og maður sáir" 24. febrúar 2014 21:46 Day fagnar titlinum í gær með fjölskyldu sinni. Vísir/AP Ástralinn Jason Day sigraði heimsmótið í holukeppni í gær en þessi 26 ára kylfingur lagði frakkann Victor Dubuisson í gríðarlega spennandi úrslitaleik á Dove Mountain vellinum í Arizona í gær. Day tryggði sér sigurinn á fimmtu holu í bráðabana, eftir alls 23 holu úrslitaleik, en þetta er annað mótið á PGA mótaröðinni sem Day sigrar síðan hann tryggði sér þátttökurétt á henni árið 2010. Í viðtali við Todd Lewis, fréttamann Golf Channel eftir sigurinn í gær þakkaði Day góðu líkamlegu formi árangurinn um helgina. „Ég spilaði yfir 120 holur við marga frábæra kylfinga í mótinu og það tekur á. Ég er alltaf að leita að leiðum til að bæta mig á vellinum og þessi sigur sannar það bara að ef maður vinnur í öllum þáttum í golfleiknum sínum þá uppsker maður eins og maður sáir. Það hef ég svo sannarlega gert.“ Um mótspilara sinn í úrslitaleiknum, Victor Dubuisson hafði Day ekkert nema gott að segja. „Victor er frábær kylfingur sem sýndi mikið hjarta með því að vinna sig inn í úrslitaleikinn aftur eftir að ég hafði komist í forystu. Hann slóg mörg mögnuð högg og ég hélt á tímabili að þetta yrði ekki minn dagur því hann virtist alltaf koma upp með réttu höggin á réttum tíma. Sem betur fer tókst mér að klára dæmið en ég er viss um að við eigum eftir að sjá hann oftar í baráttunni í stórum mótum.“ Næsta mót á PGA mótaröðinni er Honda Classic sem fram fer í Flóridafylki og hefst á fimmtudaginn en Jason Day mun taka þátt ásamt mörgum af bestu kylfingum heims. Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralinn Jason Day sigraði heimsmótið í holukeppni í gær en þessi 26 ára kylfingur lagði frakkann Victor Dubuisson í gríðarlega spennandi úrslitaleik á Dove Mountain vellinum í Arizona í gær. Day tryggði sér sigurinn á fimmtu holu í bráðabana, eftir alls 23 holu úrslitaleik, en þetta er annað mótið á PGA mótaröðinni sem Day sigrar síðan hann tryggði sér þátttökurétt á henni árið 2010. Í viðtali við Todd Lewis, fréttamann Golf Channel eftir sigurinn í gær þakkaði Day góðu líkamlegu formi árangurinn um helgina. „Ég spilaði yfir 120 holur við marga frábæra kylfinga í mótinu og það tekur á. Ég er alltaf að leita að leiðum til að bæta mig á vellinum og þessi sigur sannar það bara að ef maður vinnur í öllum þáttum í golfleiknum sínum þá uppsker maður eins og maður sáir. Það hef ég svo sannarlega gert.“ Um mótspilara sinn í úrslitaleiknum, Victor Dubuisson hafði Day ekkert nema gott að segja. „Victor er frábær kylfingur sem sýndi mikið hjarta með því að vinna sig inn í úrslitaleikinn aftur eftir að ég hafði komist í forystu. Hann slóg mörg mögnuð högg og ég hélt á tímabili að þetta yrði ekki minn dagur því hann virtist alltaf koma upp með réttu höggin á réttum tíma. Sem betur fer tókst mér að klára dæmið en ég er viss um að við eigum eftir að sjá hann oftar í baráttunni í stórum mótum.“ Næsta mót á PGA mótaröðinni er Honda Classic sem fram fer í Flóridafylki og hefst á fimmtudaginn en Jason Day mun taka þátt ásamt mörgum af bestu kylfingum heims.
Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira