Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 10:06 Benedikt mun ekki mæta á hádegisfund sjálfstæðismanna í Valhöll. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“ ESB-málið Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur er einn þeirra Evrópusinnuðu Sjálfstæðismanna sem telja sig illa svikinn eftir að þingsályktunartillaga stjórnarinnar, sem gengur út á að slíta alfarið aðildarviðræðum við Evrópusambandið, leit dagsins ljós. Sú spurning er uppi nú hvort hugsanlegt sé að Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn kljúfi sig frá flokknum og stofni nýja hægrisinnaðan og frjálslyndan flokk. Benedikt, sem starfar hjá útgáfufyrirtækinu Heimur, kemur inn á þennan möguleika í nýrri grein sem hann birtir á heimasíðu fyrirtækisins: „Allmargir hafa skrifað mér eða haft samband við mig með öðrum hætti að undanförnu. Sumir voru í hópi þeirra 4.000 einstöku manna sem voru á Austurvelli í dag. Skilaboðin eru flest lík þessum:„Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið mig með óskiljanlegri, óskynsamlegri og óupplýstri ákvörðun og sviknum loforðum. Það vantar sárlega frjálslyndan, víðsýnan og alþjóðasinnaðan miðhægriflokk.“ Ég hef svarað með þeim hætti að flokkar séu oftast stofnaðir á Íslandi utan um ákveðna menn. Það hugnast mér ekki, því að flokkar eiga að vera um málefni, þeir eiga að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og stuðla að því að sömu reglur gildi um alla. Meðan það eru bara einstakir menn sem eru sama sinnis er tómt mál að tala um slíkt. Hins vegar syngja Íslendingar oft á góðri stundu:Fuglene flyver i flok når de er mange nok. Það er nokkuð til í því.“ Benedikt segir, í samtali við Vísi, að hann hafi úttalað sig um þennan möguleika í bili, með vísan til greinarinnar, „í bili“. Hann fór í gær til að mótmæla áformum um viðræðuslit og hitti þar fyrir marga sem eru sama sinnis og hann, sem sjaldséðir hafa verið fram til þessa við mótmælastöður. „Ég verð að játa að ég er svo lítill mótmælandi að ég veit það ekki, en ég gæti giskað á það.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað til fundar í Valhöll í hádeginu, þar sem afstaða Sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna verður til umræðu. Benedikt reiknar ekki með því að mæta og reiknar með því, spurður, að um samstöðufund sé að ræða. Hann hyggst ekki nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“
ESB-málið Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira