Bein útsending frá samstöðufundi Bjarna í Valhöll klukkan 12 Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 10:36 Bjarni í Valhöll í dag. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi, þegar fundur hefst klukkan 12. Bjarni hefur sætt mikillar gagnrýni undanfarið og talinn ekki hafa staðið við kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann gaf í vor. „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar," sagði Bjarni í Kastljósi í gærkvöldi. Bjarni sagði ennfremur í viðtalinu að ekki væri hægt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram á meðan báðir ríkisstjórnarflokkarnir væru andvígir inngöngu í sambandið. Hann taldi þau ummæli ekki rétt að með því að draga aðildarumsóknina til baka væri verið að gera ríkisstjórnum framtíðar erfitt fyrir með að fara í viðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði hann: „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“ Hér að neðan má sjá fundinn þegar hann hefst, klukkan 12.Uppfært: Fundinum er lokið ESB-málið Tengdar fréttir Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður frummælandi á innanflokksfundi Sjálfstæðismanna um Evrópusambandsmál, sem fer fram í Valhöll í hádeginu. Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi, þegar fundur hefst klukkan 12. Bjarni hefur sætt mikillar gagnrýni undanfarið og talinn ekki hafa staðið við kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann gaf í vor. „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar," sagði Bjarni í Kastljósi í gærkvöldi. Bjarni sagði ennfremur í viðtalinu að ekki væri hægt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram á meðan báðir ríkisstjórnarflokkarnir væru andvígir inngöngu í sambandið. Hann taldi þau ummæli ekki rétt að með því að draga aðildarumsóknina til baka væri verið að gera ríkisstjórnum framtíðar erfitt fyrir með að fara í viðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði hann: „Þetta er ávarp formanns fyrst og fremst – þessi fundur. Fundur sem er með annað yfirbragð. Og ég hef gefið það út áður að markmið mitt í þessu er að koma mínum sjónarmiðum á framfæri en ekki skemma fyrir einhverjum öðrum. Þetta er sá vettvangur sem menn velja og sjálfsagt að þeir hafi hann.“ Hér að neðan má sjá fundinn þegar hann hefst, klukkan 12.Uppfært: Fundinum er lokið
ESB-málið Tengdar fréttir Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Vöntun á alþjóðasinnuðum og frjálslyndum miðhægriflokki Benedikt Jóhannesson gefur undir fótinn með að slíkur flokkur verði stofnaður. 25. febrúar 2014 10:06