Meirihluti kjósenda allra flokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2014 12:41 Yfir 60 prósent kjósenda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitastjórnarkosningum í vor. Þetta kom fram í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki gefið afdráttarlaus svör hvort hann telji sig vera að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um aðra hluti en ESB. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni það vera meiri svik við kjósendur Sjálfstæðisflokksins að halda aðildarviðræðum áfram en að draga umsóknina til baka. „Skoðanakannanir sýna að minnihluti þjóðarinnar vill ganga inn í Evrópusambandið,“ sagði Bjarni. Fréttamaður benti Bjarna á að sömuleiðis vildi meirihluti landsmanna fá að greiða atkvæði um samninginn. „Það er flækjustig. Það er hluti þess vanda sem við höfum átt við á undanförnum árum.“ Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem framkvæmd var undir lok janúarmánaðar var eftirfarandi spurningar spurt.Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum næsta vor? Þegar horft er til kjósenda stjórnmálaflokka landsins sést að mikill meirihluti þeirra vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins vildu 65,3 prósent kjósenda flokksins fá þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitastjórnarkosningum. Björt framtíð 84,8% Framsóknarflokkur 68,9% Sjálfstæðisflokkur 65,3% Samfylkingin 80,8% Vinstri grænir 65,6% Píratar 83,9% Hringt var í 1.322 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 29. og 30. janúar. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Tengdar fréttir Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Fyrir kosningar bentu orð forvígismanna núverandi ríkisstjórnar til að vísa ætti ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið til þjóðarinnar. 25. febrúar 2014 07:30 Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00 Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð "Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. 25. febrúar 2014 11:39 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“ 25. febrúar 2014 08:40 Innantómt loforð um þjóðaratkvæði Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir 25. febrúar 2014 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Yfir 60 prósent kjósenda Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samhliða sveitastjórnarkosningum í vor. Þetta kom fram í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki gefið afdráttarlaus svör hvort hann telji sig vera að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um aðra hluti en ESB. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni það vera meiri svik við kjósendur Sjálfstæðisflokksins að halda aðildarviðræðum áfram en að draga umsóknina til baka. „Skoðanakannanir sýna að minnihluti þjóðarinnar vill ganga inn í Evrópusambandið,“ sagði Bjarni. Fréttamaður benti Bjarna á að sömuleiðis vildi meirihluti landsmanna fá að greiða atkvæði um samninginn. „Það er flækjustig. Það er hluti þess vanda sem við höfum átt við á undanförnum árum.“ Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem framkvæmd var undir lok janúarmánaðar var eftirfarandi spurningar spurt.Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum næsta vor? Þegar horft er til kjósenda stjórnmálaflokka landsins sést að mikill meirihluti þeirra vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins vildu 65,3 prósent kjósenda flokksins fá þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitastjórnarkosningum. Björt framtíð 84,8% Framsóknarflokkur 68,9% Sjálfstæðisflokkur 65,3% Samfylkingin 80,8% Vinstri grænir 65,6% Píratar 83,9% Hringt var í 1.322 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 29. og 30. janúar. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.Spurt var: Vilt þú að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Tengdar fréttir Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Fyrir kosningar bentu orð forvígismanna núverandi ríkisstjórnar til að vísa ætti ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið til þjóðarinnar. 25. febrúar 2014 07:30 Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00 Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð "Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. 25. febrúar 2014 11:39 Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“ 25. febrúar 2014 08:40 Innantómt loforð um þjóðaratkvæði Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir 25. febrúar 2014 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Fyrir kosningar bentu orð forvígismanna núverandi ríkisstjórnar til að vísa ætti ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið til þjóðarinnar. 25. febrúar 2014 07:30
Öfgar og ofríki segja mótmælendur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. 25. febrúar 2014 07:00
Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð "Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. 25. febrúar 2014 11:39
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00
Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra,segir að tillaga ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka sé „líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun.“ 25. febrúar 2014 08:40
Innantómt loforð um þjóðaratkvæði Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir 25. febrúar 2014 07:30