Skammast sín fyrir að hafa kallað fjármálaráðherra „helvítis dóna“ Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 20:06 Hér sést fjármálaráðherra leggja dagskrá Alþingis í pontuna. Vísir/Valli Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi. ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi.
ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52