Skammast sín fyrir að hafa kallað fjármálaráðherra „helvítis dóna“ Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 20:06 Hér sést fjármálaráðherra leggja dagskrá Alþingis í pontuna. Vísir/Valli Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi. ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi.
ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52