Skammast sín fyrir að hafa kallað fjármálaráðherra „helvítis dóna“ Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 20:06 Hér sést fjármálaráðherra leggja dagskrá Alþingis í pontuna. Vísir/Valli Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi. ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist skammast sín fyrir að hafa brugðist við framkomu fjármálaráðherra með því að hafa kallað hann „helvítis dóna.“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook undir stöðuuppfærslu þar sem orðaskipti hennar og Bjarna Benediktssonar á Alþingi í dag eru til umræðu. Flestir sem tjá sig við stöðuppfærsluna segja framkomu á þinginu vera sorglega eða að um farsa sé að ræða. Viðbrögð Katrínar eru þar ýmist sögð ofureðlileg í samhengi hlutanna eða ofsafengin og henni ekki til framdráttar. Eins og fram hefur komið sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu með því að biðja Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig undir ræðu sinni.Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði á Facebook síðu sinni í tilefni málsins að „þegar fólk er farið að saka Bjarna um kvenfyrirlitningu og dónaskap hljóta bara allar aðrar ásakanir að vera búnar. Hann, sem hefur bæði einstakt jafnaðargeð og kemur jafnt fram við alla.“Í færslu Katrínar segir orðrétt: „Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“Fjármálaráðherra biður Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig á meðan forsætisráðherra stangar úr tönnunum á sér.Vísir/ValliUppfært klukkan 20:51:Katrín Júlíusdóttir steig upp í pontu á Alþingi fyrir skemmstu þar sem hún baðst afsökunar á að hafa brugðist við með þeim hætti sem hún gerði fyrr í dag: „Þá er ég auðvitað ekkert sátt við það að hafa verið sýnd sú óvirðing sem mér var sýnd í ræðustól áðan að fá hér miða í hendur frá hæstvirtum fjármálaráðherra sem hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu og síðan vera sagt hér af nokkrum ráðherrum í hliðarsölum að ég skyldi róa mig. Það er ástæða þess að ég snöggreiddist og sagði hluti hér eftir að ég kom úr stólnum sem ég hefði ekki átt að segja og bið ég þingheim afsökunar á því,“ sagði Katrín Júlíusdóttir í ræðu á Alþingi.
ESB-málið Tengdar fréttir Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52