Snotur nýr Volvo Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 09:51 Volvo Concept Estate Einn af þeim nýju bílum sem sýndir verða á bílasýningunni í Genf sem brátt hefst verður þessi nýi langbakur frá Volvo sem kallaður er Concept Estate. Flestum ber saman um að þar fari einstaklega fagur bíll sem fylgir vel eftir álíka fögrum Concept Coupe sem Volvo sýndi á bílasýningunni í Frankfürt sl. haust. Reyndar eiga þessir tveir bílar mjög margt sameiginlegt, sömu aðalljós og grill og svo til eins neðri hluta. Bent hefur verið á líkindi beggja þessara bíla við gamla Volvo P1800 bílinn sem Dýrlingurinn ók á sínum tíma. Að innan er þessi nýi bíll mjög framúrstefnulegur með fjóra hvíta körfustóla úr hvítu leðri og bílbeltin og gólfteppin eru appelsínugul. Þakið er einn stór glerhleri svo býsna bjart er í bílnum. Að öðru leiti er innréttingin sveipuð sænskri naumhyggju þar sem einfaldleikinn ræður einn ríkjum. Allt er eins stílhreint og fagurt sem í sænskri húsgagnverslun. Bílaáhugamenn vona að þessi bíll fari í framleiðslu eins nálægt þessu útliti, en ekkert liggur ljóst fyrir í þeim efnum. Þó bendir margt til þess þar sem Concept Coupe og Concept Estate eru um margt sami bíllinn og Volvo hefði tæplega fyrir því að hanna tvo slíka bíla og yfirgefa svo útlit þeirra. Innanrými Volvo Concept EstateEinfalt og stílhreint mælaborðið. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent
Einn af þeim nýju bílum sem sýndir verða á bílasýningunni í Genf sem brátt hefst verður þessi nýi langbakur frá Volvo sem kallaður er Concept Estate. Flestum ber saman um að þar fari einstaklega fagur bíll sem fylgir vel eftir álíka fögrum Concept Coupe sem Volvo sýndi á bílasýningunni í Frankfürt sl. haust. Reyndar eiga þessir tveir bílar mjög margt sameiginlegt, sömu aðalljós og grill og svo til eins neðri hluta. Bent hefur verið á líkindi beggja þessara bíla við gamla Volvo P1800 bílinn sem Dýrlingurinn ók á sínum tíma. Að innan er þessi nýi bíll mjög framúrstefnulegur með fjóra hvíta körfustóla úr hvítu leðri og bílbeltin og gólfteppin eru appelsínugul. Þakið er einn stór glerhleri svo býsna bjart er í bílnum. Að öðru leiti er innréttingin sveipuð sænskri naumhyggju þar sem einfaldleikinn ræður einn ríkjum. Allt er eins stílhreint og fagurt sem í sænskri húsgagnverslun. Bílaáhugamenn vona að þessi bíll fari í framleiðslu eins nálægt þessu útliti, en ekkert liggur ljóst fyrir í þeim efnum. Þó bendir margt til þess þar sem Concept Coupe og Concept Estate eru um margt sami bíllinn og Volvo hefði tæplega fyrir því að hanna tvo slíka bíla og yfirgefa svo útlit þeirra. Innanrými Volvo Concept EstateEinfalt og stílhreint mælaborðið.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent