Magnaður Pepsihrekkur Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 16:26 Bílablaðamanni á Jalopnik bílavefnum var gerður sérlega vel heppnaður hrekkur um daginn, en hrekkurinn var í raun í röð Pepsiauglýsinga þar sem fólki er komið hressilega á óvart. Í þessu tilviki lenti blaðamaðurinn þó í gríðarlegum eltingarleik gervi-leigubílsins sem hann sat í og lögreglubíls. Leigubílstjórinn tjáði honum, eftir að lögreglubíll virtist elta bílinn, að hann hefði setið í fangelsi í 10 ár og hefði lítinn áhuga á að fara aftur inn. Við það stígur hann bílinn í botn og reynir að stinga lögregluna af. Staðreyndin var sú að þetta var allt eitt leikrit og ökumaður leigubílsins var þrautreyndur NASCAR ökumaður sem kann greinilega sitt í akstursfaginu. Eltingaleikurinn endar í vöruhúsi þar sem móttökurnar koma grunlausum blaðamanninum, sem var í mikilli geðshræringu, nokkuð á óvart. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent
Bílablaðamanni á Jalopnik bílavefnum var gerður sérlega vel heppnaður hrekkur um daginn, en hrekkurinn var í raun í röð Pepsiauglýsinga þar sem fólki er komið hressilega á óvart. Í þessu tilviki lenti blaðamaðurinn þó í gríðarlegum eltingarleik gervi-leigubílsins sem hann sat í og lögreglubíls. Leigubílstjórinn tjáði honum, eftir að lögreglubíll virtist elta bílinn, að hann hefði setið í fangelsi í 10 ár og hefði lítinn áhuga á að fara aftur inn. Við það stígur hann bílinn í botn og reynir að stinga lögregluna af. Staðreyndin var sú að þetta var allt eitt leikrit og ökumaður leigubílsins var þrautreyndur NASCAR ökumaður sem kann greinilega sitt í akstursfaginu. Eltingaleikurinn endar í vöruhúsi þar sem móttökurnar koma grunlausum blaðamanninum, sem var í mikilli geðshræringu, nokkuð á óvart. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent