Magnaður Pepsihrekkur Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 16:26 Bílablaðamanni á Jalopnik bílavefnum var gerður sérlega vel heppnaður hrekkur um daginn, en hrekkurinn var í raun í röð Pepsiauglýsinga þar sem fólki er komið hressilega á óvart. Í þessu tilviki lenti blaðamaðurinn þó í gríðarlegum eltingarleik gervi-leigubílsins sem hann sat í og lögreglubíls. Leigubílstjórinn tjáði honum, eftir að lögreglubíll virtist elta bílinn, að hann hefði setið í fangelsi í 10 ár og hefði lítinn áhuga á að fara aftur inn. Við það stígur hann bílinn í botn og reynir að stinga lögregluna af. Staðreyndin var sú að þetta var allt eitt leikrit og ökumaður leigubílsins var þrautreyndur NASCAR ökumaður sem kann greinilega sitt í akstursfaginu. Eltingaleikurinn endar í vöruhúsi þar sem móttökurnar koma grunlausum blaðamanninum, sem var í mikilli geðshræringu, nokkuð á óvart. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Bílablaðamanni á Jalopnik bílavefnum var gerður sérlega vel heppnaður hrekkur um daginn, en hrekkurinn var í raun í röð Pepsiauglýsinga þar sem fólki er komið hressilega á óvart. Í þessu tilviki lenti blaðamaðurinn þó í gríðarlegum eltingarleik gervi-leigubílsins sem hann sat í og lögreglubíls. Leigubílstjórinn tjáði honum, eftir að lögreglubíll virtist elta bílinn, að hann hefði setið í fangelsi í 10 ár og hefði lítinn áhuga á að fara aftur inn. Við það stígur hann bílinn í botn og reynir að stinga lögregluna af. Staðreyndin var sú að þetta var allt eitt leikrit og ökumaður leigubílsins var þrautreyndur NASCAR ökumaður sem kann greinilega sitt í akstursfaginu. Eltingaleikurinn endar í vöruhúsi þar sem móttökurnar koma grunlausum blaðamanninum, sem var í mikilli geðshræringu, nokkuð á óvart. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent