Toyota hættir framleiðslu í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2014 09:46 Úr verksmiðju Toyota í Ástralíu. Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent
Framleiðsla bíla í Ástralíu er að líða undir lok, en hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum hefur tekið ákvörðun um það að hætta framleiðslu þar í landi. Sá síðasti sem tekur þessa ákvörðun er Toyota en það markar líka þau tímamót að enginn bílaframleiðandi stendur eftir þegar Toyota lokar verksmiðju sinni árið 2017. Toyota ætlar engu að síður að halda áfram sölu bíla í Ástralíu en þeir verða allir fluttir inn til landins. Forsvarsmenn Toyota segja að þeir hafi reynt allt til að halda framleiðslunni áfram en verið tilneyddir til að hætta henni þar sem of margir neikvæðir þættir spili inní. Fyrir vikið missa 2.500 manns starfið í verksmiðjum Toyota þar, auk stjórnenda. Ford og GM hafa tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu í Ástralíu og Mitsubishi hætti árið 2008. Því stendur enginn bílaframleiðandi eftir og leggst því bílaframleiðsla alveg af í álfunni eftir 2017.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent