Fjórir ólympíuhringir fín Audi auglýsing Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2014 11:41 "When four rings is all you need". Mikið hefur verið grínast með ólympíuhringinn sem ekki opnaðist á opnunarhátíðinni í Sochi. Gárungarnir hafa haft í flimtingum að þarna hafi verið á ferð hin fínasta ókeypis auglýsing fyrir Audi, sem öll heimsbyggðin sá, en merki Audi samanstendur einmitt af fjórum hringjum. Audi fyrirtækið hefur ekki séð ástæðu til að nýta sér þessa leiðu bilun sem leiddi til þess að fimmti hringurinn opnaðist ekki. Er það af skiljanlegum ástæðum, en það þætti ef til vill ekki svo vinsæll gjörningur að eigna sér 80% af sjálfum ólympíuhringjunum heilögu. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að einhver grínistinn hannaði auglýsingu þar sem Audi nýtir sér það að síðasti hringurinn opnaðist ekki og sést hún hér. Þar stendur "When four rings is all you need". Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent
Mikið hefur verið grínast með ólympíuhringinn sem ekki opnaðist á opnunarhátíðinni í Sochi. Gárungarnir hafa haft í flimtingum að þarna hafi verið á ferð hin fínasta ókeypis auglýsing fyrir Audi, sem öll heimsbyggðin sá, en merki Audi samanstendur einmitt af fjórum hringjum. Audi fyrirtækið hefur ekki séð ástæðu til að nýta sér þessa leiðu bilun sem leiddi til þess að fimmti hringurinn opnaðist ekki. Er það af skiljanlegum ástæðum, en það þætti ef til vill ekki svo vinsæll gjörningur að eigna sér 80% af sjálfum ólympíuhringjunum heilögu. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að einhver grínistinn hannaði auglýsingu þar sem Audi nýtir sér það að síðasti hringurinn opnaðist ekki og sést hún hér. Þar stendur "When four rings is all you need".
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent