Benz dregur á BMW og Audi Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2014 09:45 Mercedes Benz CLS Shooting Brake. Fram til ársins 2005 var Mercedes Benz stærsti lúxusbílaframleiðandinn í Þýskalandi. Það ár missti Benz þann titil til BMW og árið 2011 varð Audi einnig stærra en Mercedes Benz og er enn. Þessu fannst Mercedes Benz mönnum erfitt að kyngja og blásið var til mikillar sóknar. Ávaxta þess fer nú að gæta og vöxtur í sölu Mercedes Benz bíla í liðnum janúar var meiri en hjá hinum tveimur þýsku framleiðendunum. Vöxtur í sölu Benz-bíla var 15%, Audi 12% og BMW 9%. Mercedes Benz seldi 109.500 bíla, BMW 117.200 bíla, en Audi þeirra mest með 124.850 bíla. Síðustu mánuði hefur Mercedes Benz dregið á BMW og Audi í fjölda seldra bíla og vöxtur Benz milli ára hefur verið meiri. En eins og sést á ofannefndum tölum á Benz samt nokkuð í land með að ná hinum tveimur þó svo að þessi góði vöxtur héldi nú áfram. Í fyrra seldi Benz 1,46 milljón bíla, Audi 1,58 og BMW 1,65. Vel gengur hjá Benz að selja bíla í Bandaríkjunum og í fyrra seldi Benz fleiri bíla þar en BMW og Audi. Þá var vöxtur Benz í Kína í janúar heil 45% og sala á S-Class bílnum jókst um 69% um heim allan. Mercedes Benz ætlar að kynna 30 nýja bíla fram til ársins 2020 og 13 þeirra á engan forvera og eru því glænýjar gerðir bíla. Það skildi þó ekki verða að Mercedes Benz næði aftur titlinum af BMW og Audi á næstu árum sem stærsti lúxusbílaframleiðandi Þýskalands. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent
Fram til ársins 2005 var Mercedes Benz stærsti lúxusbílaframleiðandinn í Þýskalandi. Það ár missti Benz þann titil til BMW og árið 2011 varð Audi einnig stærra en Mercedes Benz og er enn. Þessu fannst Mercedes Benz mönnum erfitt að kyngja og blásið var til mikillar sóknar. Ávaxta þess fer nú að gæta og vöxtur í sölu Mercedes Benz bíla í liðnum janúar var meiri en hjá hinum tveimur þýsku framleiðendunum. Vöxtur í sölu Benz-bíla var 15%, Audi 12% og BMW 9%. Mercedes Benz seldi 109.500 bíla, BMW 117.200 bíla, en Audi þeirra mest með 124.850 bíla. Síðustu mánuði hefur Mercedes Benz dregið á BMW og Audi í fjölda seldra bíla og vöxtur Benz milli ára hefur verið meiri. En eins og sést á ofannefndum tölum á Benz samt nokkuð í land með að ná hinum tveimur þó svo að þessi góði vöxtur héldi nú áfram. Í fyrra seldi Benz 1,46 milljón bíla, Audi 1,58 og BMW 1,65. Vel gengur hjá Benz að selja bíla í Bandaríkjunum og í fyrra seldi Benz fleiri bíla þar en BMW og Audi. Þá var vöxtur Benz í Kína í janúar heil 45% og sala á S-Class bílnum jókst um 69% um heim allan. Mercedes Benz ætlar að kynna 30 nýja bíla fram til ársins 2020 og 13 þeirra á engan forvera og eru því glænýjar gerðir bíla. Það skildi þó ekki verða að Mercedes Benz næði aftur titlinum af BMW og Audi á næstu árum sem stærsti lúxusbílaframleiðandi Þýskalands.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent