Umfjöllun og viðtöl: Akureyri-FH 24-23 | Kristján Orri tryggði Akureyri sigur í blálokin Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 13. febrúar 2014 18:15 Kristján Orri Jóhannsson var hetja Akureyringa í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti FH í 24-23 sigri í Olís-deild karla í handbolta. Markið kom aðeins átta sekúndum fyrir leikslok. Akureyringar leituðu hefnda í kvöld og tókst það. FH-liðið sló AKureyri út úr bikarnum á þessum sama velli í framlengdum leik í byrjun vikunnar en varð nú að sætta sig við fimmta deildartapið í röð. Það var ekki boðið upp á neinn háklassa handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld en dramatíkin og baráttan var þó til staðar í jöfnum og spennandi leik. Mikið var um mistök og liðin virtust á köflum vera að keppast um að losa sig við boltann en það gæti vel hafa setið í leikmönnum að þessi sömu lið áttust við fyrir aðeins þremur dögum í leik sem þurfti að framlengja. Jafnt var á næstum öllum tölum út fyrri hálfleikinn en bæði lið áttu það í raun sameiginlegt að markmenn þeirra mættu ekki til leiks af alvöru fyrr en í seinni hálfleik en þegar flautað var til hálfleiks þá voru fjórir markmenn búnir að spreyta sig og ná að verja samtals átta skot sem seint verður talið gott. Það sama verður ekki sagt um Bjarna Fritzson sem var allt í öllu í sóknarleik heimamanna hvort sem það var fyrir utan, í horninu eða á vítapunktinum og endaði leikinn með 11 mörk úr 14 skotum en næstur á eftir honum var Kristján Orri Jóhannsson með fimm mörk og þar af voru tvö af þremur síðustu mörkum leiksins. Markaskorun hjá FH var öllu jafnari en hjá heimamönnum en þar voru þeir Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson markahæstir með fimm en þeir Valdimar Fannar Þórsson, Benedikt Reynir Kristinsson og Magnús Óli Magnússon með þrjú. Lokakafli leiksins var æsispennandi en þegar innan við mínúta var eftir héldu gestirnir í FH að Einar Rafn Eiðsson hefði skorað mark sem hann vissulega gerði en það var svo dæmt af vegna þess að dómarar leiksins töldu að hann hefði verið lentur áður en hann náði að losa sig við boltann. Heimamenn lögðu af stað í sókn og tóku svo leikhlé þegar aðeins um 15 sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn, 23-23. Þegar um átta sekúndur eru svo eftir af leiknum opnaðist vörn FH fyrir miðju. Kristján Orri Jóhannsson notfærði sér tækifærið, stakk sér í gegn og skilaði boltanum í netið. Leikmenn FH reyndu að taka miðjuna eins hratt og þeir gátu en um leið og þeir komu boltanum í leik var Halldór Logi Árnason mættur til að stöðva sókn þeirra. Halldór fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir en fagnaði henni innilega þar sem leiktíminn rann út á meðan og sigur heimamanna því í höfn.Einar Andri ósáttur með spilamennskuna Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var mjög ósáttur með spilamennsku sinna manna í alla staði hvort sem um var að ræða vörn, sókn eða markvörslu. Einar talaði um að þreyta virtist vera í hans mönnum eftir framlengda bikarleikinn fyrr í vikunni en FH sló þá út Akureyinga eftir mikla dramatík. Einar Andri hélt samt að sigurinn væri langt kominn þegar Einar Rafn Eiðsson skoraði undir lokin en svo var það dæmt af.Þrándur Gíslason: Við erum djöfull góðir „Það hefði verið dásamlegt að komast áfram í bikarnum og maður átti flottan leik þar,“ sagði Þrándur Gíslason þegar hann var spurður út í það hvort að þessi sigur væri jafn sætur og tapið var súrt þremur dögum áður. „Held að þetta hafi jafnvel verið aðeins mikilvægara. Fyrir töfluna var þetta eiginlega bara algjörlega nauðsynlegt að ná í tvö stig hér og það verðum við að gera aftur á sunnudag gegn ÍBV ef við ætlum að vera með.“ Ef marka má þessa síðustu tvo leiki þá eru hér jöfn lið á ferð „Já, við erum djöfull góðir og það eru þeir líka. Þetta er líklegast bara svolítið lýsandi fyrir deildina nema þetta hefur ekki alveg dottið með okkur og við höfum líka tekið nokkrar skitur. Við erum vonandi að ná því núna að vinna aðeins upp sjálfstraust og stöðugleika.“ Það er væntanlega markmiðið að komast í úrslitakeppnina? „Það er ekki spurning, við stefnum klárlega á það ennþá. Þetta er að spilast nokkuð vel fyrir okkur, allir að vinna alla og þá er stutt í pakkann. Það er bara mikilvægasta atriðið hjá okkur að halda áfram að næla í stig.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Kristján Orri Jóhannsson var hetja Akureyringa í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti FH í 24-23 sigri í Olís-deild karla í handbolta. Markið kom aðeins átta sekúndum fyrir leikslok. Akureyringar leituðu hefnda í kvöld og tókst það. FH-liðið sló AKureyri út úr bikarnum á þessum sama velli í framlengdum leik í byrjun vikunnar en varð nú að sætta sig við fimmta deildartapið í röð. Það var ekki boðið upp á neinn háklassa handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld en dramatíkin og baráttan var þó til staðar í jöfnum og spennandi leik. Mikið var um mistök og liðin virtust á köflum vera að keppast um að losa sig við boltann en það gæti vel hafa setið í leikmönnum að þessi sömu lið áttust við fyrir aðeins þremur dögum í leik sem þurfti að framlengja. Jafnt var á næstum öllum tölum út fyrri hálfleikinn en bæði lið áttu það í raun sameiginlegt að markmenn þeirra mættu ekki til leiks af alvöru fyrr en í seinni hálfleik en þegar flautað var til hálfleiks þá voru fjórir markmenn búnir að spreyta sig og ná að verja samtals átta skot sem seint verður talið gott. Það sama verður ekki sagt um Bjarna Fritzson sem var allt í öllu í sóknarleik heimamanna hvort sem það var fyrir utan, í horninu eða á vítapunktinum og endaði leikinn með 11 mörk úr 14 skotum en næstur á eftir honum var Kristján Orri Jóhannsson með fimm mörk og þar af voru tvö af þremur síðustu mörkum leiksins. Markaskorun hjá FH var öllu jafnari en hjá heimamönnum en þar voru þeir Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson markahæstir með fimm en þeir Valdimar Fannar Þórsson, Benedikt Reynir Kristinsson og Magnús Óli Magnússon með þrjú. Lokakafli leiksins var æsispennandi en þegar innan við mínúta var eftir héldu gestirnir í FH að Einar Rafn Eiðsson hefði skorað mark sem hann vissulega gerði en það var svo dæmt af vegna þess að dómarar leiksins töldu að hann hefði verið lentur áður en hann náði að losa sig við boltann. Heimamenn lögðu af stað í sókn og tóku svo leikhlé þegar aðeins um 15 sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn, 23-23. Þegar um átta sekúndur eru svo eftir af leiknum opnaðist vörn FH fyrir miðju. Kristján Orri Jóhannsson notfærði sér tækifærið, stakk sér í gegn og skilaði boltanum í netið. Leikmenn FH reyndu að taka miðjuna eins hratt og þeir gátu en um leið og þeir komu boltanum í leik var Halldór Logi Árnason mættur til að stöðva sókn þeirra. Halldór fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir en fagnaði henni innilega þar sem leiktíminn rann út á meðan og sigur heimamanna því í höfn.Einar Andri ósáttur með spilamennskuna Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var mjög ósáttur með spilamennsku sinna manna í alla staði hvort sem um var að ræða vörn, sókn eða markvörslu. Einar talaði um að þreyta virtist vera í hans mönnum eftir framlengda bikarleikinn fyrr í vikunni en FH sló þá út Akureyinga eftir mikla dramatík. Einar Andri hélt samt að sigurinn væri langt kominn þegar Einar Rafn Eiðsson skoraði undir lokin en svo var það dæmt af.Þrándur Gíslason: Við erum djöfull góðir „Það hefði verið dásamlegt að komast áfram í bikarnum og maður átti flottan leik þar,“ sagði Þrándur Gíslason þegar hann var spurður út í það hvort að þessi sigur væri jafn sætur og tapið var súrt þremur dögum áður. „Held að þetta hafi jafnvel verið aðeins mikilvægara. Fyrir töfluna var þetta eiginlega bara algjörlega nauðsynlegt að ná í tvö stig hér og það verðum við að gera aftur á sunnudag gegn ÍBV ef við ætlum að vera með.“ Ef marka má þessa síðustu tvo leiki þá eru hér jöfn lið á ferð „Já, við erum djöfull góðir og það eru þeir líka. Þetta er líklegast bara svolítið lýsandi fyrir deildina nema þetta hefur ekki alveg dottið með okkur og við höfum líka tekið nokkrar skitur. Við erum vonandi að ná því núna að vinna aðeins upp sjálfstraust og stöðugleika.“ Það er væntanlega markmiðið að komast í úrslitakeppnina? „Það er ekki spurning, við stefnum klárlega á það ennþá. Þetta er að spilast nokkuð vel fyrir okkur, allir að vinna alla og þá er stutt í pakkann. Það er bara mikilvægasta atriðið hjá okkur að halda áfram að næla í stig.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira