Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 13:37 VISIR/SAMSETT Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ekki þeirrar skoðunar að í Evrópuskýslunni komi nokkuð fram sem auðveldi að fara með áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu eða að slíta viðræðunum formlega. Evrópuskýrslan, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir ríkisstjórnina, var rædd á fundi hennar í morgun. Aðspurður hvort ríkisstjórnin muni horfa til skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin stóð ekki á svörum: „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB.“ Skýrsla Hagfræðistofnunar var gerð að frumkvæði ríkisstjórnar. Gunnar Bragi er þó ekki þeirrar skoðunar að um fyrirfram pantaða niðurstöðu sé að ræða. „Ég ætla að vona að þú gerir háskólanum ekki það að hafa skrifað fyrirfram pantaða skýrslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann mikið fyrir síðustu ríkisstjórn ef ég man rétt," segir Gunnar. Gunnar segir skýrsluna þó styrkja viðhorf sitt í málefnum ESB. Hann segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður. „Við þurfum ekki á Evrópusambandinu að halda til að halda áfram uppbyggingu okkar hér,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort hann telji möguleiki að halda viðræðunum í láginni út þetta kjörtímabil þannig að þeim sé ekki slitið segir Gunnar að ekki sé góð staða að hafa aðildarviðræðurnar hangandi yfir sér en að framhaldið verði að ræða betur á þinginu áður en ákvörðun verði tekin. Gunnar Bragi segir skýrsluna staðfesta ákveðna hluti sem áður hafa verið í umræðunni um Evrópusambandið. Mikil vinna liggi að baki hinni 150 blaðsíðna skýrslu og að nú þurfi að leggjast yfir hana. Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna. 18. febrúar 2014 11:01 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ekki þeirrar skoðunar að í Evrópuskýslunni komi nokkuð fram sem auðveldi að fara með áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu eða að slíta viðræðunum formlega. Evrópuskýrslan, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir ríkisstjórnina, var rædd á fundi hennar í morgun. Aðspurður hvort ríkisstjórnin muni horfa til skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin stóð ekki á svörum: „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB.“ Skýrsla Hagfræðistofnunar var gerð að frumkvæði ríkisstjórnar. Gunnar Bragi er þó ekki þeirrar skoðunar að um fyrirfram pantaða niðurstöðu sé að ræða. „Ég ætla að vona að þú gerir háskólanum ekki það að hafa skrifað fyrirfram pantaða skýrslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann mikið fyrir síðustu ríkisstjórn ef ég man rétt," segir Gunnar. Gunnar segir skýrsluna þó styrkja viðhorf sitt í málefnum ESB. Hann segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður. „Við þurfum ekki á Evrópusambandinu að halda til að halda áfram uppbyggingu okkar hér,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort hann telji möguleiki að halda viðræðunum í láginni út þetta kjörtímabil þannig að þeim sé ekki slitið segir Gunnar að ekki sé góð staða að hafa aðildarviðræðurnar hangandi yfir sér en að framhaldið verði að ræða betur á þinginu áður en ákvörðun verði tekin. Gunnar Bragi segir skýrsluna staðfesta ákveðna hluti sem áður hafa verið í umræðunni um Evrópusambandið. Mikil vinna liggi að baki hinni 150 blaðsíðna skýrslu og að nú þurfi að leggjast yfir hana.
Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna. 18. febrúar 2014 11:01 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27
Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56
Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna. 18. febrúar 2014 11:01
Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03
Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56