Sex mánaða bið eftir BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 10:42 BMW i3 tvinnbíllinn. Svo mikil eftirspurn er eftir tvinnbílnum i3 frá BMW að kaupendur hans þurfa að bíða í 6 mánuði eftir því að fá bílinn í hendur. Nú þegar eru 11.000 pantanir komnar í bílinn, en ekki er hafin sala á honum í Asíu og mun svo ekki verða fyrr en í sumar. BMW hóf að taka við pöntunum í BMW i3 í nóvember og er eftirspurnin miklu meiri en BMW menn þorðu að vona. Um 80% þeirra sem pantað hafa bílinn áttu ekki BMW bíl áður. Bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi og svo gæti farið að BMW verði að auka framleiðsluna, en verksmiðjan þar ræður nú ekki við að framleiða meira en 10.000 bíla á ári. Næsti tvinnbíll sem væntanlegur er frá BMW er i8 sportbílinn og hefst sala á honum í vor. Er hann miklu dýrari bíll svo ekki er að vænta jafn margra áhugasamra kaupenda hans þó áhuginn sé greinilega mikill. BMW áformar ekki framleiðslu fleiri svona bíla, þ.e. ekki fyrr en fyrirtækið hefur áttað sig á viðvarandi eftirspurn á þessum tveimur bílum. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent
Svo mikil eftirspurn er eftir tvinnbílnum i3 frá BMW að kaupendur hans þurfa að bíða í 6 mánuði eftir því að fá bílinn í hendur. Nú þegar eru 11.000 pantanir komnar í bílinn, en ekki er hafin sala á honum í Asíu og mun svo ekki verða fyrr en í sumar. BMW hóf að taka við pöntunum í BMW i3 í nóvember og er eftirspurnin miklu meiri en BMW menn þorðu að vona. Um 80% þeirra sem pantað hafa bílinn áttu ekki BMW bíl áður. Bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi og svo gæti farið að BMW verði að auka framleiðsluna, en verksmiðjan þar ræður nú ekki við að framleiða meira en 10.000 bíla á ári. Næsti tvinnbíll sem væntanlegur er frá BMW er i8 sportbílinn og hefst sala á honum í vor. Er hann miklu dýrari bíll svo ekki er að vænta jafn margra áhugasamra kaupenda hans þó áhuginn sé greinilega mikill. BMW áformar ekki framleiðslu fleiri svona bíla, þ.e. ekki fyrr en fyrirtækið hefur áttað sig á viðvarandi eftirspurn á þessum tveimur bílum.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent