Engar konur á þorrablót Fóstbræðra Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2014 11:00 Framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar ekki boðið þar sem hún er kona. Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“ Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira