Aðstæður í Sotsjí ekki verri en í Atlanta Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 15:35 Fjölmiðlafólk hefur mikið sagt frá lélegum aðbúnaði í Sotsjí. Kristján Kristjánsson segir aðstæður hafa einnig verið slæmar í Atlanta á sínum tíma. Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Kristján H. Kristjánsson vann við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum 1996 og segir umfjöllun fjölmiðla um slæman aðbúnað í Sotsjí í Rússlandi ósanngjarna. Aðstæður í Bandaríkjunum á sínum tíma hafi ekki verið betri en þær séu í Rússlandi. Kristján sem þá vann sem rannsóknarlögreglumaður fór til Atlanta til að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. „Við vorum þarna löggur frá mörgum löndum víða um heiminn að vinna við öryggisgæslu í sjálfboðavinnu. Maður fékk innsýn inn í umfangið og ferðin var mjög áhugaverð,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi í gær um aðbúnað í Sotsjí. „Í athugasemdinni talaði ég um aðstöðuna í Atlanta. Við vorum mjög ósáttir við hana og mér sýnist hún ekkert hafa verið betri í Bandaríkjunum en hún er í Rússlandi.“ „Við vorum á heimavist Háskóla, sem var í raun í fátækrahverfi. Hverfið var mjög hættulegt og við þorðum ekki að fara neitt nema í rútum. Það voru kakkalakkar á herbergjunum og þetta var allt saman mjög skrautlegt. Þá var ráðist á menn sem voru að fara á veitingastað skammt frá.“ Einnig heyrði Kristján sögusagnir af því að skotið hefði verið inn um glugga hjá nokkrum norskum lögreglumönnum sem hefðu farið heim til Noregs í framhaldi af því. „Varðandi þessa tilteknu frétt þá er kranavatn hættulegt í mörgum löndum, meðal annars á Vesturlöndum. Það að setja salernispappír í ruslafötu er einnig algengt víða um heim til þess að koma í veg fyrir stíflun.“ Að mestu fór öryggisgæsla Kristjáns og félaga í að vakta hverjir færu inn á svæði Ólympíuleikanna. Þó sprakk sprengja í borginni og einn maður lést. „Við vorum einnig að leita að vopnum og sprengiefnum. Eftir að sprengjan sprakk breyttist stemningin í Atlanta mikið. Það varð allt miklu meira þrúgað.“Viðtal við Kristján birtist í DV skömmu eftir að hann kom heim frá Atlanta, sem og við Runólf Þórhallsson, sem einnig var í Atlanta. Í viðtali Runólfs sagði hann frá bagalegum aðstæðum öryggisvarða í Atlanta. Kristján hefur ferðast víða um heim og heldur út heimasíðunni Interesting World. „Þetta er einhver pólitísk rétthugsun sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að ferðast til 64 landa og búinn að kynnast fólki um allan heim. Mér er mjög illa við fordóma gagnvart þjóðum, trúarbrögðum og slíku. Það er ágætis fólk um allan heim með mismunandi lífsstíl, trúarbrögð og áherslur. Það sem okkur finnst skrítið er eðlilegt og rökrétt hjá öðrum,“ segir Kristján.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira