„Ég ætla ekki að grilla neinn" Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2014 23:00 Mín skoðun fer í loftið næsta sunnudag á Stöð 2 í opinni dagskrá, en Mikael Torfason, aðalristjóri 365, mun ekki liggja á skoðunum sínum í þættinum. "Þetta er frétta- og þjóðmálaþáttur þar sem farið verður yfir málefni líðandi stundar. Þátturinn er hefðbundinn umræðuþáttur um stjórnmál og önnur þjóðmál með þeirri undantekningu að þáttastjórnandinn hefur skoðun og tekur virkan þátt," segir Mikael. "Ég hef lengi ritstýrt dagblöðum og hef komið minni skoðun á framfæri í ákveðnum hluta blaðanna, í leiðara eða í skoðanahluta blaðanna. Hugmyndin með þættinum er að færa þann hluta dagblaðanna í sjónvarp. Flest dagblöð hafa fasta penna sem skrifa greinar þar sem þeirra sjónarmið fá að heyrast, það verður eins í þættinum, þar verða fastir gestir sem fá að segja sína skoðun á mönnum og málefnum," bætir hann við. érfræðingar þáttarins eru þau Elliði Vignisson, Svandís Svavarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Gaukur Úlfarsson sér um dagskrárgerð en um ritstjórn þáttarins sjá blaða- og fréttamenn 365-miðla auk Bergs Ebba Benediktssonar.„Kemur ekki í veg fyrir að ég geti tekiviðtöl við fólk“ "Þó ég fái að hafa mína skoðun í þættinum kemur það ekki í veg fyrir að ég geti tekið viðtöl við fólk. Gestir þáttarins fá raunverulega að segja sína hlið, þátturinn á að vera sanngjarn og heiðarlegur og við munum leita sannleikans," segir Mikael. Hann segir kveða við nýjan tón í þættinum sem verður að erlendri fyrirmynd og sambærilegur þáttum Piers Morgan á CNN, Bills O?Reilly á Fox eða jafnvel Meet the Press á NBC. "Í þættinum verða mikilvæg samfélagsmál krufin og þau rædd frá öllum hliðum. Þetta verður sanngjarn og heiðarlegur þáttur fyrir alla sem láta sig þjóðmál á Íslandi varða," segir Mikael Torfason að endingu. Ísland í dag ræddi við Mikael í kvöld vegna þáttaraðarinnar, en viðtalið má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Mín skoðun Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Mín skoðun fer í loftið næsta sunnudag á Stöð 2 í opinni dagskrá, en Mikael Torfason, aðalristjóri 365, mun ekki liggja á skoðunum sínum í þættinum. "Þetta er frétta- og þjóðmálaþáttur þar sem farið verður yfir málefni líðandi stundar. Þátturinn er hefðbundinn umræðuþáttur um stjórnmál og önnur þjóðmál með þeirri undantekningu að þáttastjórnandinn hefur skoðun og tekur virkan þátt," segir Mikael. "Ég hef lengi ritstýrt dagblöðum og hef komið minni skoðun á framfæri í ákveðnum hluta blaðanna, í leiðara eða í skoðanahluta blaðanna. Hugmyndin með þættinum er að færa þann hluta dagblaðanna í sjónvarp. Flest dagblöð hafa fasta penna sem skrifa greinar þar sem þeirra sjónarmið fá að heyrast, það verður eins í þættinum, þar verða fastir gestir sem fá að segja sína skoðun á mönnum og málefnum," bætir hann við. érfræðingar þáttarins eru þau Elliði Vignisson, Svandís Svavarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Gaukur Úlfarsson sér um dagskrárgerð en um ritstjórn þáttarins sjá blaða- og fréttamenn 365-miðla auk Bergs Ebba Benediktssonar.„Kemur ekki í veg fyrir að ég geti tekiviðtöl við fólk“ "Þó ég fái að hafa mína skoðun í þættinum kemur það ekki í veg fyrir að ég geti tekið viðtöl við fólk. Gestir þáttarins fá raunverulega að segja sína hlið, þátturinn á að vera sanngjarn og heiðarlegur og við munum leita sannleikans," segir Mikael. Hann segir kveða við nýjan tón í þættinum sem verður að erlendri fyrirmynd og sambærilegur þáttum Piers Morgan á CNN, Bills O?Reilly á Fox eða jafnvel Meet the Press á NBC. "Í þættinum verða mikilvæg samfélagsmál krufin og þau rædd frá öllum hliðum. Þetta verður sanngjarn og heiðarlegur þáttur fyrir alla sem láta sig þjóðmál á Íslandi varða," segir Mikael Torfason að endingu. Ísland í dag ræddi við Mikael í kvöld vegna þáttaraðarinnar, en viðtalið má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Mín skoðun Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira