Góður ársfjórðungur Peugeot-Citroën Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 09:54 Peugeot 2008 selst vel í Kína. Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent
Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent