Góður ársfjórðungur Peugeot-Citroën Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 09:54 Peugeot 2008 selst vel í Kína. Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Síðustu ár hafa ekki verið mjög fengsælt franska bílafyrirtækinu PSA/Peugeot-Citroën, en síðasti ársfjórðungur nýliðins árs er þó ljós í myrkrinu. Á ársfjórðungnum jókst salan um 4% þrátt fyrir að salan á árinu 2013 í heild hafi minnkað um 5%. Heildarsala PSA/Peugeot-Citroën í fyrra nam 2,82 milljón bílum, sem er ekki svo lítil tala og því telst PSA enn meðal stærri bílaframleiðenda. Góð sala á síðasta ársfjórðungi er ekki síst að þakka mikilli eftirspurn eftir Peugeot 2008 og 308 bílum og Citroën C4L í Kína, en Kínamarkaður er mjög vaxandi hjá frönsku samstæðunni. Þó salan sé fín í Kína féll salan á heimamarkaði í Evrópu meira í fyrra en hjá nokkrum öðrum þeirra 10 stærstu bílaframleiðenda sem selja bíla í Evrópu.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent