GM rétt hafði Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 12:15 Volkswagen CC Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Ekki munaði nema um 10.000 bílum á að Volkswagen skákaði General Motors sem næststærsti bílaframleiðandi heims. GM seldi 9,71 milljón bíla í fyrra en Volkswagen 9,70. Toyota á enn eftir að birta heildarsölutölu sína fyrir nýliðið ár. Ljóst er þó að Toyota er enn stærsti bílaframleiðandinn, en hefur þó líklega ekki náð 10 milljón bíla sölu og endar líklega í 9,9 milljón bílum. Í sölutölum Volkswagen er sala MAN og Scania trukka, en án þeirra var salan samt 9,5 milljón bílar. Vöxtur Volkswagen var örlítið meiri en hjá GM, eða 5,2% á móti 4,5% vexti GM. Sala Volkswagen í Kína nam 3,27 milljón bílum og jókst um 16%, en á meðan jókst sala GM um 11% þar og endaði í 3,16 milljón bílum. Fyrir vikið náði Volkswagen efsta sætinu af GM í Kína.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent