Dongfeng nálgast kaup í Peugeot-Citroën Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2014 08:45 Peugeot 208 GTI Kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng nálgast hratt kaup á 14% hlutafjár í franska bílarisanum PSA/Peugeot-Citroën. Í leiðinni mun franska ríkið leggja til annað eins fjármagn í fyrirtækið og eignast jafn stóran hlut. Ef af þessu verður, sem reyndar allt bendir til, verða það í fyrsta skipti sem Peugeot fjölskyldan missir ráðandi hlut í fyrirtækinu allar götur frá stofnun þess árið 1896. Stjórn PSA á að hafa nú þegar samþykkt þessi kaup þó ekki sé enn búið að ganga frá þeim. Dongfeng og franska ríkið leggja til sitthvora 118 milljarða króna og með því er fjárhagslegur grunvöllur fyrirtækisins tryggður í bili en viðvarandi tap hefur verið af rekstri PSA/Peugeot-Citroën. Í kauphöllum er verð hvers hlutar í PSA skráð á um 11 Evrur en kaupin munu fara fram á gengi milli 7,5 og 8 Evrur og því er það verð sem Dongfeng og franska ríkið kaupa á mjög hagstætt, en einnig lýsandi fyrir ástandið hjá PSA. Auk þessarar innspýtar fjármagns verða hlutir í fyrirtækinu seldir á verðbréfamörkuðum og áætlað að þar safnist að auki 475 milljarðar króna og Peugeot fjölskyldan ætlar að leggja til 16 milljarða króna. Tap PSA/Peugeot-Citroën á nýliðnu ári segja markaðsrýnendur að verði 240 milljarðar króna en fyrirtækið birtir ekki uppgjör sitt fyrr en 19. febrúar. Ástæða þess að hið kínverska Dongfeng ætlar að kaupa í PSA er helst sú að með því kemst fyrirtækið yfir þá þróun og tækninýjungar sem eru í herbúðum PSA. PSA/Peugeot-Citroën er nú þegar í þéttu samstarfi við Dongfeng í Kína og eru bílar PSA smíðaðir í verksmiðju Dongfeng og seldir í Kína. Þar áætlar PSA að selja 950.000 bíla á þarnæsta ári og mun höfuðáhersla í sölu bíla PSA flytjast þangað frá Evrópu. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Dongfeng nálgast hratt kaup á 14% hlutafjár í franska bílarisanum PSA/Peugeot-Citroën. Í leiðinni mun franska ríkið leggja til annað eins fjármagn í fyrirtækið og eignast jafn stóran hlut. Ef af þessu verður, sem reyndar allt bendir til, verða það í fyrsta skipti sem Peugeot fjölskyldan missir ráðandi hlut í fyrirtækinu allar götur frá stofnun þess árið 1896. Stjórn PSA á að hafa nú þegar samþykkt þessi kaup þó ekki sé enn búið að ganga frá þeim. Dongfeng og franska ríkið leggja til sitthvora 118 milljarða króna og með því er fjárhagslegur grunvöllur fyrirtækisins tryggður í bili en viðvarandi tap hefur verið af rekstri PSA/Peugeot-Citroën. Í kauphöllum er verð hvers hlutar í PSA skráð á um 11 Evrur en kaupin munu fara fram á gengi milli 7,5 og 8 Evrur og því er það verð sem Dongfeng og franska ríkið kaupa á mjög hagstætt, en einnig lýsandi fyrir ástandið hjá PSA. Auk þessarar innspýtar fjármagns verða hlutir í fyrirtækinu seldir á verðbréfamörkuðum og áætlað að þar safnist að auki 475 milljarðar króna og Peugeot fjölskyldan ætlar að leggja til 16 milljarða króna. Tap PSA/Peugeot-Citroën á nýliðnu ári segja markaðsrýnendur að verði 240 milljarðar króna en fyrirtækið birtir ekki uppgjör sitt fyrr en 19. febrúar. Ástæða þess að hið kínverska Dongfeng ætlar að kaupa í PSA er helst sú að með því kemst fyrirtækið yfir þá þróun og tækninýjungar sem eru í herbúðum PSA. PSA/Peugeot-Citroën er nú þegar í þéttu samstarfi við Dongfeng í Kína og eru bílar PSA smíðaðir í verksmiðju Dongfeng og seldir í Kína. Þar áætlar PSA að selja 950.000 bíla á þarnæsta ári og mun höfuðáhersla í sölu bíla PSA flytjast þangað frá Evrópu.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent