GM greiðir arð Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2014 15:45 Chevrolet Spark, minnsti framleiðslubíll GM. mynd/Autoblog Í fyrsta skipti frá árinu 2008 mun General Motors greiða hluthöfum sínum arð. Gengi GM hefur tekið ævintýralegum breytingum frá því að fyrirtækið var í raun gjaldþrota og var bjargað af bandaríska og kanadíska ríkinu. GM seldi 9,71 milljón bíla á síðasta ári og jókst sala þess um 4% á árinu. Góð sala þess á heimamarkaði í Bandaríkjunum og í Kína hefur fært því endurnýjaða velgengni og nú er komið að því að greiða aftur þeim sem studdu við það á erfiðum tímum. General Motors mun greiða 30 bandarísk sent á hvern hlut til hluthafa sinna eftir gott uppgjör síðasta árs. GM hefur náð að höfða til kaupenda víðar en í Bandaríkjunum og Kína og er sala þess í Indlandi einnig mjög góð, sem og um alla Asíu og á mörgum öðrum fjarlægum mörkuðum. GM menn er brattir hvað sölu bíla á þessu ári varðar og væntir enn aukinnar sölu sem gæti farið yfir 10 milljón bíla markið. Ekki þarf GM nema 3% vöxt á milli ára til að ná því takmarki. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Í fyrsta skipti frá árinu 2008 mun General Motors greiða hluthöfum sínum arð. Gengi GM hefur tekið ævintýralegum breytingum frá því að fyrirtækið var í raun gjaldþrota og var bjargað af bandaríska og kanadíska ríkinu. GM seldi 9,71 milljón bíla á síðasta ári og jókst sala þess um 4% á árinu. Góð sala þess á heimamarkaði í Bandaríkjunum og í Kína hefur fært því endurnýjaða velgengni og nú er komið að því að greiða aftur þeim sem studdu við það á erfiðum tímum. General Motors mun greiða 30 bandarísk sent á hvern hlut til hluthafa sinna eftir gott uppgjör síðasta árs. GM hefur náð að höfða til kaupenda víðar en í Bandaríkjunum og Kína og er sala þess í Indlandi einnig mjög góð, sem og um alla Asíu og á mörgum öðrum fjarlægum mörkuðum. GM menn er brattir hvað sölu bíla á þessu ári varðar og væntir enn aukinnar sölu sem gæti farið yfir 10 milljón bíla markið. Ekki þarf GM nema 3% vöxt á milli ára til að ná því takmarki.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent