Hjördís Svan verður afhent dönskum yfirvöldum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. janúar 2014 11:37 Hjördís hefur verið í farbanni undanfarna mánuði en hún flúði með börn sín til Íslands frá Danmörku. Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. desember í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur. Hjördís hefur verið í farbanni undanfarna mánuði en hún flúði með börn sín til Íslands frá Danmörku þar sem hún kvað föður barnanna hafa beitt þau harðræði og ofbeldi. Héraðsdómur úrskurðaði að til staðar væru skilyrði til þess að Hjördís yrði flutt til Danmerkur og afhent dönskum yfirvöldum í desember síðastliðnum. Þessu áfrýjuðu lögmenn Hjördísar til Hæstaréttar.Kim Gram Laursen, faðir barnanna, fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda og bjuggu börnin því hjá honum. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdir Kim fulla forsjá í september 2012. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs þar sem hún fór huldu höfði hjá íslenskum presti í um tvær vikur áður en hún kom hingað til lands. Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslandi brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísi. Beiðnin var afturkölluð á grundvelli mannúðarástæðna en hún var síðar endurútgefin. Í tilkynningu frá lögmanni Hjördísar segir að niðurstaðan sé henni og fjölskyldu hennar mikil vonbrigði. Hvorki Hjördís né lögmenn hennar munu tjá sig opinberlega um málið að svo stöddu. Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. 22. desember 2013 13:46 Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30 Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32 Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01 Ákvörðun tekin í máli Hjördísar Svan Hæstiréttur úrskurðar í dag um hvort Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verði afhent dönskum yfirvöldum. 17. janúar 2014 10:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. desember í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur. Hjördís hefur verið í farbanni undanfarna mánuði en hún flúði með börn sín til Íslands frá Danmörku þar sem hún kvað föður barnanna hafa beitt þau harðræði og ofbeldi. Héraðsdómur úrskurðaði að til staðar væru skilyrði til þess að Hjördís yrði flutt til Danmerkur og afhent dönskum yfirvöldum í desember síðastliðnum. Þessu áfrýjuðu lögmenn Hjördísar til Hæstaréttar.Kim Gram Laursen, faðir barnanna, fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda og bjuggu börnin því hjá honum. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdir Kim fulla forsjá í september 2012. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs þar sem hún fór huldu höfði hjá íslenskum presti í um tvær vikur áður en hún kom hingað til lands. Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslandi brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísi. Beiðnin var afturkölluð á grundvelli mannúðarástæðna en hún var síðar endurútgefin. Í tilkynningu frá lögmanni Hjördísar segir að niðurstaðan sé henni og fjölskyldu hennar mikil vonbrigði. Hvorki Hjördís né lögmenn hennar munu tjá sig opinberlega um málið að svo stöddu.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. 22. desember 2013 13:46 Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30 Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32 Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01 Ákvörðun tekin í máli Hjördísar Svan Hæstiréttur úrskurðar í dag um hvort Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verði afhent dönskum yfirvöldum. 17. janúar 2014 10:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18
"Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30
Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. 22. desember 2013 13:46
Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30
Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32
Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01
Ákvörðun tekin í máli Hjördísar Svan Hæstiréttur úrskurðar í dag um hvort Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verði afhent dönskum yfirvöldum. 17. janúar 2014 10:30