Afhenda þarf Hjördísi dönskum yfirvöldum innan fimm sólarhringa Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. janúar 2014 15:44 Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslands brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísi. Í kjölfar staðfestingar Hæstaréttar á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hefur ríkissaksóknari ákveðið að verða við beiðni danskra lögregluyfirvalda um afhendingu hennar. Hefur ríkislögreglustjóra verið falin framkvæmd afhendingarinnar og undirbúningur hennar. Samkvæmt lögum um norræna handtökuskipan skal afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er eftir endanlega ákvörðun um afhendingu og í síðasta lagi fimm sólarhringum síðar. Ríkislögreglustjóri hefur því fimm sólarhringa til að ljúka málinu og afhenda Hjördísi. Lagagreinin er svohljóðandi:15. gr. Frestur til afhendingar.Þegar endanleg ákvörðun um afhendingu liggur fyrir skal afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi fimm sólarhringum eftir að ákvörðunin um afhendingu var tekin. Nú er ekki unnt vegna sérstakra aðstæðna að afhenda eftirlýstan mann innan framangreindra tímamarka og skal ríkissaksóknari þá strax semja um nýjan frest við þann sem gaf handtökuskipunina útKim Gram Laursen, faðir barnanna, fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði danskra yfirvalda. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdi Kim fulla forsjá í september 2012. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs þar sem hún fór huldu höfði hjá íslenskum presti í um tvær vikur áður en hún kom hingað til lands. Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslands brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísi. Beiðnin var afturkölluð á grundvelli mannúðarástæðna en hún var síðar endurútgefin. Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Hjördís Svan verður afhent dönskum yfirvöldum Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur. 23. janúar 2014 11:37 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. 22. desember 2013 13:46 Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30 Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32 Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01 Ákvörðun tekin í máli Hjördísar Svan Hæstiréttur úrskurðar í dag um hvort Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verði afhent dönskum yfirvöldum. 17. janúar 2014 10:30 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Í kjölfar staðfestingar Hæstaréttar á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hefur ríkissaksóknari ákveðið að verða við beiðni danskra lögregluyfirvalda um afhendingu hennar. Hefur ríkislögreglustjóra verið falin framkvæmd afhendingarinnar og undirbúningur hennar. Samkvæmt lögum um norræna handtökuskipan skal afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er eftir endanlega ákvörðun um afhendingu og í síðasta lagi fimm sólarhringum síðar. Ríkislögreglustjóri hefur því fimm sólarhringa til að ljúka málinu og afhenda Hjördísi. Lagagreinin er svohljóðandi:15. gr. Frestur til afhendingar.Þegar endanleg ákvörðun um afhendingu liggur fyrir skal afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi fimm sólarhringum eftir að ákvörðunin um afhendingu var tekin. Nú er ekki unnt vegna sérstakra aðstæðna að afhenda eftirlýstan mann innan framangreindra tímamarka og skal ríkissaksóknari þá strax semja um nýjan frest við þann sem gaf handtökuskipunina útKim Gram Laursen, faðir barnanna, fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði danskra yfirvalda. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdi Kim fulla forsjá í september 2012. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs þar sem hún fór huldu höfði hjá íslenskum presti í um tvær vikur áður en hún kom hingað til lands. Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslands brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísi. Beiðnin var afturkölluð á grundvelli mannúðarástæðna en hún var síðar endurútgefin.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Hjördís Svan verður afhent dönskum yfirvöldum Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur. 23. janúar 2014 11:37 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. 22. desember 2013 13:46 Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30 Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32 Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01 Ákvörðun tekin í máli Hjördísar Svan Hæstiréttur úrskurðar í dag um hvort Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verði afhent dönskum yfirvöldum. 17. janúar 2014 10:30 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18
Hjördís Svan verður afhent dönskum yfirvöldum Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur. 23. janúar 2014 11:37
"Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30
Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. 22. desember 2013 13:46
Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30
Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32
Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01
Ákvörðun tekin í máli Hjördísar Svan Hæstiréttur úrskurðar í dag um hvort Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verði afhent dönskum yfirvöldum. 17. janúar 2014 10:30