Körfubolti

Stórleikur Helenu ekki nóg | Miskolc úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Vísir/Daníel
Ungverska liðið Aluinvent Miskolc tapaði fyrir Istanbul Universitesi í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum EuroCup kvenna í dag og er úr leik. Helena Sverrisdóttir átti þó stórleik fyrir Miskolc.

Tyrkirnir unnu stórsigur í fyrri leiknum, 87-55, í Ungverjalandi og var því í sterkri stöðu fyrir fyrri leikinn á heimavelli í dag.

Istanbul fór illa með Helenu og félaga í fyrsta leikhluta en liðið skoraði þá 30 stig gegn ellefu. Gestirnir náðu aðeins að rétta sinn hlut eftir það en niðurstaðan var sex stiga sigur heimaliðsins.

Helena var stiagahæst í liði Miskolc með 33 stig auk þess sem hún tók sjö fráköst, stal boltanum þrívegis og gaf eina stoðsendingu. Hún lék í alls 35 mínútur.

Hún náði sér illa á strik í fyrri leik liðanna en þá klikkaði hún á öllum þrettán skotum sínum.


Tengdar fréttir

Helena klikkaði á öllum þrettán skotunum sínum

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í ungverska liðinu Aluinvent Miskolc eru svo gott sem úr leik í EuroCup kvenna eftir 32 stiga tap í fyrri leiknum á móti tyrkneska liðinu Istanbul Universitesi, 55-87, í sextán liða úrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×