Sem flest hestöfl úr minnsta sprengirýminu Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2014 12:15 Audi S3. Autoblog Vélar bíla er sífellt að minnka og hreint með ólíkindum hvað bílaframleiðendur geta fengið mikið afl úr litlu sprengirými þeirra. Segja má að nú standi yfir einkonar stríð í þá veruna. Volkswagen bílafjölskyldan tekur virkan þátt í því og er að hugleiða að setja á markað Audi S3 Plus bíl með 2,0 lítra vél sem orkar heilum 375 hestöflum. Einnig eru hugmyndir uppi um að nota sömu vél í Volkswagen Scirocco og Golf R Evo, sem er ný útgáfa Golf sem á að frumsýna á bílasýningunni í Peking í apríl. Alfa Romeo hefur kreist út 240 hestöfl úr 1,7 lítra vél í 4C bílnum og Mercedes Benz 355 hestöflum úr 2,0 lítra vél sem notuð er í A45 AMG, CLA45 AMG og GLA45 AMG bílana. Því má segja að þessi nýja og aflmikla 2,0 lítra vél frá Volkswagen toppi hina tvo framleiðendurna í afli á sprengirými. Fyrsti bíllinn sem fá mun þessa öflugu vél í Volkswagen fjölskyldunni verður Audi S3 Plus. Af hverju sá bíll ber ekki nafnið Audi RS3, vekur furðu en Audi ætlar víst að koma fram með nýjan RS3 með allt að 460 hestafla vél. Það er ansi mikið fyrir smávaxinn bíl. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent
Vélar bíla er sífellt að minnka og hreint með ólíkindum hvað bílaframleiðendur geta fengið mikið afl úr litlu sprengirými þeirra. Segja má að nú standi yfir einkonar stríð í þá veruna. Volkswagen bílafjölskyldan tekur virkan þátt í því og er að hugleiða að setja á markað Audi S3 Plus bíl með 2,0 lítra vél sem orkar heilum 375 hestöflum. Einnig eru hugmyndir uppi um að nota sömu vél í Volkswagen Scirocco og Golf R Evo, sem er ný útgáfa Golf sem á að frumsýna á bílasýningunni í Peking í apríl. Alfa Romeo hefur kreist út 240 hestöfl úr 1,7 lítra vél í 4C bílnum og Mercedes Benz 355 hestöflum úr 2,0 lítra vél sem notuð er í A45 AMG, CLA45 AMG og GLA45 AMG bílana. Því má segja að þessi nýja og aflmikla 2,0 lítra vél frá Volkswagen toppi hina tvo framleiðendurna í afli á sprengirými. Fyrsti bíllinn sem fá mun þessa öflugu vél í Volkswagen fjölskyldunni verður Audi S3 Plus. Af hverju sá bíll ber ekki nafnið Audi RS3, vekur furðu en Audi ætlar víst að koma fram með nýjan RS3 með allt að 460 hestafla vél. Það er ansi mikið fyrir smávaxinn bíl.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent