Fyrsti íslenski mjöðurinn: „Þetta er allt annar drykkur en bjór“ Hrund Þórsdóttir skrifar 24. janúar 2014 20:00 Það er bóndadagur og fyrsti mjöðurinn, Kvasir, kom á íslenskan markað í dag í takmörkuðu upplagi, rúmlega þrjú þúsund flöskur. Bruggmeistararnir í Borg brugghúsi leggja áherslu á að mjöður sé ekki bjór. „Þetta er allt annar drykkur. Mjöður er gerjað hunang og eina líkingin þarna á milli er orðið sjálft. Málnotkunin á Íslandi hefur orðið þannig að mjöður er samheiti yfir bjór en í raun endar líkingin þar,“ segir Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson tekur undir. „Bjórinn er sykurlögur sem er unninn úr korni sem er síðan gerjað.“ Og verðum við ofsalega skáldleg og klár af því að drekka þetta? „Já já, eins og stendur í fornsögunum,“ segir Sturlaugur. Í Snorra-Eddu segir frá Kvasi sem var skapaður úr hráka ása og vana og vissi hann svör við öllu. Dvergarnir Fjalar og Galar drápu hann, blönduðu hunangi við blóðið og brugguðu mjöð: Ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld eða fræðamaðr. (Úr Snorra-Eddu). Í meðfylgjandi myndskeiði smakka fréttamaður Stöðvar 2 og bjórsérfræðingur Vísis mjöðinn góða sem kemur skemmtilega á óvart. Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Úlfar Linnet Tengdar fréttir Sala þorrabjórs hefst í dag Sjö tegundir í boði fyrir bjórþyrsta. 24. janúar 2014 15:42 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Sjá meira
Það er bóndadagur og fyrsti mjöðurinn, Kvasir, kom á íslenskan markað í dag í takmörkuðu upplagi, rúmlega þrjú þúsund flöskur. Bruggmeistararnir í Borg brugghúsi leggja áherslu á að mjöður sé ekki bjór. „Þetta er allt annar drykkur. Mjöður er gerjað hunang og eina líkingin þarna á milli er orðið sjálft. Málnotkunin á Íslandi hefur orðið þannig að mjöður er samheiti yfir bjór en í raun endar líkingin þar,“ segir Valgeir Valgeirsson og Sturlaugur Jón Björnsson tekur undir. „Bjórinn er sykurlögur sem er unninn úr korni sem er síðan gerjað.“ Og verðum við ofsalega skáldleg og klár af því að drekka þetta? „Já já, eins og stendur í fornsögunum,“ segir Sturlaugur. Í Snorra-Eddu segir frá Kvasi sem var skapaður úr hráka ása og vana og vissi hann svör við öllu. Dvergarnir Fjalar og Galar drápu hann, blönduðu hunangi við blóðið og brugguðu mjöð: Ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld eða fræðamaðr. (Úr Snorra-Eddu). Í meðfylgjandi myndskeiði smakka fréttamaður Stöðvar 2 og bjórsérfræðingur Vísis mjöðinn góða sem kemur skemmtilega á óvart.
Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Úlfar Linnet Tengdar fréttir Sala þorrabjórs hefst í dag Sjö tegundir í boði fyrir bjórþyrsta. 24. janúar 2014 15:42 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Sjá meira