Sameinað Fiat og Chrysler fær nafn Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2014 16:31 Hið nýja merki Fiat Chrysler Automobiles. Autoblog Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent
Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent