Sameinað Fiat og Chrysler fær nafn Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2014 16:31 Hið nýja merki Fiat Chrysler Automobiles. Autoblog Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Einhverjir hafa örugglega velt fyrir sér hvað sameinað bílafyrirtæki Fiat og Chrysler muni heita og því var svarað í dag. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Fiat Chrysler Automobiles og nýtt merki þess sést á meðfylgjandi mynd. Þessu sameinaða fyrirtæki verður stjórnað frá Hollandi, en viðskipti með hlutabréf þess verður áfram hægt að eiga í verðbréfahöllum í Mílanó og New York. Ekki er hægt að segja að þetta merki beri neinn dám af merkjum Fiat né Chrysler og hafi neina skýrskotun til annarshvors þeirra. Auðvitað munu rótgróin merki bæði Fiat og Chrysler halda sér og þetta nýja merki mun aðallega sjást þegar rætt er um stjórnunar- og uppgjörsmál hins sameinaða nýja félags.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent