Kínverjar vilja Fisker Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 10:35 Fisker Karma Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent
Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent