Lexus hefur framleiðslu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 13:15 Lexus ES 350. MYND/Autoblog Lúxusbílaarmur Toyota, Lexus, hefur lagt megináherslu á sölu Lexus bíla í Bandaríkjunum. Lexus hefur þó ekki framleitt eitt einasta eintak þar í landi þó svo Toyota hafi framleitt Toyota bíla af miklum móð í Bandaríkjunum. Það er um það bil að fara að breytast. Í vikunni hófst framleiðsla á ES bíl Lexus í Georgetown í Kentucky, en þar hafa verið framleiddir Toyota bílar fram að þessu, þ.e. bílana Camry, Avalon og Venza. Framleiddir hafa verið 500.000 bílar þar á ári og einar 600.000 Toyota vélar. Þar ætlar Lexus nú að smíða 50.000 ES bíla á ári. Lexus seldi 72.581 ES bíla í Bandaríkjunum í fyrra svo fyrirsjánlegt er að Lexus þurfi áfram að flytja inn einhvern hluta þess bíls frá Japan, en Lexus hefur eingöngu verið framleiddur þar fram að þessu. Þessi stækkun verksmiðjunnar í Kentucky krefst 750 nýrra starfsmanna. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Lúxusbílaarmur Toyota, Lexus, hefur lagt megináherslu á sölu Lexus bíla í Bandaríkjunum. Lexus hefur þó ekki framleitt eitt einasta eintak þar í landi þó svo Toyota hafi framleitt Toyota bíla af miklum móð í Bandaríkjunum. Það er um það bil að fara að breytast. Í vikunni hófst framleiðsla á ES bíl Lexus í Georgetown í Kentucky, en þar hafa verið framleiddir Toyota bílar fram að þessu, þ.e. bílana Camry, Avalon og Venza. Framleiddir hafa verið 500.000 bílar þar á ári og einar 600.000 Toyota vélar. Þar ætlar Lexus nú að smíða 50.000 ES bíla á ári. Lexus seldi 72.581 ES bíla í Bandaríkjunum í fyrra svo fyrirsjánlegt er að Lexus þurfi áfram að flytja inn einhvern hluta þess bíls frá Japan, en Lexus hefur eingöngu verið framleiddur þar fram að þessu. Þessi stækkun verksmiðjunnar í Kentucky krefst 750 nýrra starfsmanna.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent