Bílabúð Benna lækkar verð á öllum nýjum bílum Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 14:11 Benedikt Eyjólfsson í Bílabúð Benna. Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð um allt að 7% á nýjum bílum vegna styrkingar krónunnar. Sem dæmi má nefna að Chevrolet Cruze station lækkar um 200 þús. kr., fer úr 3.190 þús. kr. í 2.990 þús. kr. og Chevrolet Captiva sportjeppinn lækkar um 500 þús. kr., fer úr 6.490 þús. kr. í 5.990 þús. kr. „Við höfum alltaf kappkostað að láta viðskiptavini njóta hagstæðara gengis. Síðastliðið vor lækkuðum við verð verulega vegna styrkingar krónunnar og núna gerum við það sama. Um leið leggjum við okkar af mörkum til að stuðla að stöðugleika og tryggja kaupmáttinn,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. Chevrolet Spark, ódýrasti nýi smábíllinn á markaðnum, lækkar um 64 þús. kr. og kostar frá 1.736 þús. kr. Þess má einnig geta að nú býðst viðskiptavinum Bílabúðar Benna bílalán án lántökugjalda og stimpilgjalda með allt að 75% fjármögnun í allt að 84 mánuði, í samstarfi við Lykil. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð um allt að 7% á nýjum bílum vegna styrkingar krónunnar. Sem dæmi má nefna að Chevrolet Cruze station lækkar um 200 þús. kr., fer úr 3.190 þús. kr. í 2.990 þús. kr. og Chevrolet Captiva sportjeppinn lækkar um 500 þús. kr., fer úr 6.490 þús. kr. í 5.990 þús. kr. „Við höfum alltaf kappkostað að láta viðskiptavini njóta hagstæðara gengis. Síðastliðið vor lækkuðum við verð verulega vegna styrkingar krónunnar og núna gerum við það sama. Um leið leggjum við okkar af mörkum til að stuðla að stöðugleika og tryggja kaupmáttinn,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. Chevrolet Spark, ódýrasti nýi smábíllinn á markaðnum, lækkar um 64 þús. kr. og kostar frá 1.736 þús. kr. Þess má einnig geta að nú býðst viðskiptavinum Bílabúðar Benna bílalán án lántökugjalda og stimpilgjalda með allt að 75% fjármögnun í allt að 84 mánuði, í samstarfi við Lykil.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent