Nýjasti atvinnumaður Íslands frá Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2014 09:26 Elísa á æfingu með íslenska landsliðinu. Mikil hlaupageta er einn af hennar styrkleikum. Mynd/KSÍ Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður úr Vestmannaeyjum, hefur samið við Kristianstad en liðið leikur í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Elísa staðfesti þetta við Vísi í gærkvöldi. Elísa, sem spilar ýmist sem hægri bakvörður eða miðvörður, rann um áramótin út á samningi við uppeldisfélag sitt ÍBV. Félagið sendi frá sér tilkynningu af því tilefni þar sem fram kom að Elísa yrði ekki áfram í röðum ÍBV. Elísa, sem verður 23 ára á árinu, hefur leikið alla leiki ÍBV í efstu deild síðan liðið vann sér sæti þar haustið 2010. Hún skoraði eitt mark í 18 leikjum liðsins í sumar þegar liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Eyjakonan hefur leikið átta sinnum með A-landsliði Íslands og sjö sinnum með 19 ára landsliðinu. Hún var í leikmannahópi Íslands á Evrópumótinu í Svíþjóð síðastliðið sumar. Elísa er enn einn Íslendingurinn sem gengur í raðir Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar ásamt Birni Sigurbörnssyni. Sif Atladóttir stendur vaktina í vörninni og er fyrirliði liðsins. Þá er Guðný Björk Óðinsdóttir í röðum félagsins en hún var frá síðari hluta síðasta tímabils vegna krossbandsslita. Þá var Margrét Lára Viðarsdóttir með liðinu á síðustu leiktíð en hefur nú tekið sér frí frá knattspyrnu vegna barnseigna. Margrét Lára er eldri systir Elísu og stefnir ótrauð á endurkomu að loknum barnsburði. Elísa er enn einn atvinnumaður Íslands frá Vestmannaeyjum. Ásgeir Sigurvinsson var sá fyrsti til að fara utan er hann samdi við Standard Liege í Belgíu árið 1973. Síðan hafa fjölmargir farið utan og má þar nefna Hermann Hreiðarsson, Tryggva Guðmundsson auk Margrétar Láru. Krisstianstad hóf æfingar í síðustu viku eftir vetrarfrí. Fyrsti leikur liðsins í deildinni er gegn Tyresö þann 13. apríl. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður úr Vestmannaeyjum, hefur samið við Kristianstad en liðið leikur í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Elísa staðfesti þetta við Vísi í gærkvöldi. Elísa, sem spilar ýmist sem hægri bakvörður eða miðvörður, rann um áramótin út á samningi við uppeldisfélag sitt ÍBV. Félagið sendi frá sér tilkynningu af því tilefni þar sem fram kom að Elísa yrði ekki áfram í röðum ÍBV. Elísa, sem verður 23 ára á árinu, hefur leikið alla leiki ÍBV í efstu deild síðan liðið vann sér sæti þar haustið 2010. Hún skoraði eitt mark í 18 leikjum liðsins í sumar þegar liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Eyjakonan hefur leikið átta sinnum með A-landsliði Íslands og sjö sinnum með 19 ára landsliðinu. Hún var í leikmannahópi Íslands á Evrópumótinu í Svíþjóð síðastliðið sumar. Elísa er enn einn Íslendingurinn sem gengur í raðir Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar ásamt Birni Sigurbörnssyni. Sif Atladóttir stendur vaktina í vörninni og er fyrirliði liðsins. Þá er Guðný Björk Óðinsdóttir í röðum félagsins en hún var frá síðari hluta síðasta tímabils vegna krossbandsslita. Þá var Margrét Lára Viðarsdóttir með liðinu á síðustu leiktíð en hefur nú tekið sér frí frá knattspyrnu vegna barnseigna. Margrét Lára er eldri systir Elísu og stefnir ótrauð á endurkomu að loknum barnsburði. Elísa er enn einn atvinnumaður Íslands frá Vestmannaeyjum. Ásgeir Sigurvinsson var sá fyrsti til að fara utan er hann samdi við Standard Liege í Belgíu árið 1973. Síðan hafa fjölmargir farið utan og má þar nefna Hermann Hreiðarsson, Tryggva Guðmundsson auk Margrétar Láru. Krisstianstad hóf æfingar í síðustu viku eftir vetrarfrí. Fyrsti leikur liðsins í deildinni er gegn Tyresö þann 13. apríl.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn