Handbolti

Frábær sigur á Norðmönnum | Myndir

Myndir/Daníel Rúnarsson
Ísland hóf leik á EM í Danmörku á besta mögulegan máta þegar að strákarnir okkar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Noregi, 31-26.

Þeir Íslendingar sem voru í Gigantium-höllinni í Álaborg létu vel í sér heyra en Ísland var í forystu frá fyrstu mínútu í dag.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Danmörku og tók meðfylgjandi myndir.

Ísland mætir Ungverjalandi næst en sá leikur fer fram á þriðjudaginn klukkan 17.00.


Tengdar fréttir

Arnór: Vorum frábærlega vel stemmdir

"Þetta var stórkostlegt. Frá byrjun var þetta bara frábært," sagði Arnór Atlason eftir leik en reynsla hans var oft ansi dýrmæt í sigrinum á Norðmönnum.

Þórir: Vorum aldrei að fara að tapa þessum leik

Hornamaðurinn knái, Þórir Ólafsson, sýndi hvað í honum býr gegn Noregi í dag með frábærum mörkum úr mjög þröngum færum. Hann gat því leyft sér að brosa aðeins eftir leik.

Björgvin: Okkur leið eins og á heimavelli

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik fyrir Ísland er það lagði Noreg af velli. Björgvin varði oft glæsilega og svaraði öllum gagnrýnisröddum á réttan hátt.

Bjarki: Miklu skemmtilegra en ég átti von á

Varnarmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson þreytti frumraun sína á stórmóti í dag og leysti sitt hlutverk vel. Hann varð að spila síðustu þrettán mínútur leiksins eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið rautt spjald.

Hedin neitar að gefast upp

Robert Hedin, landsliðsþjálfari Noregs, var gagnrýndur eftir tap hans manna gegn Íslandi á fyrsta leik EM í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×