Golf

Úlfar hættur við að hætta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úlfar Jónsson hér efst til hægri með piltalandsliðinu í golfi.
Úlfar Jónsson hér efst til hægri með piltalandsliðinu í golfi. Mynd/GSÍ
Úlfar Jónsson verður áfram landsliðsþjálfari Íslands í golfi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Golfsambandi Íslands.

Úlfar hafði áður gefið það út að hann ætlaði að hætta sem þjálfari landsliðsins en eftir viðræður þá tókst stjórn sambandsins að sannfæra Úlfar um að halda áfram.

Fréttatilkynningin frá Golfsambandi Íslands

Úlfar heldur áfram sem landsliðsþjálfari

 

Í byrjun desembermánaðar tilkynnti Úlfar Jónsson stjórn Golfsambands Íslands að hann segði starfi sínu sem landsliðsþjálfari lausu. Í kjölfarið hafa átt sér stað viðræður á milli golfsambandsins og Úlfars sem hafa leitt til þess að samkomulag hefur náðst um áframhaldandi störf Úlfars. Golfsambandið fagnar því að Úlfar skuli áfram starfa sem landsliðsþjálfari enda spennandi tímar framundan í afreksmálum sambandsins.

 

Með golfkveðju,

Hörður Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri GSÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×