Verðlækkun BMW á nýju ári Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 09:47 Þriðja kynslóð BMW X5 kynntur í Hörpunni sl. föstudag. „Það ætti alveg að vera hægt að selja 300 BMW bíla á Íslandi á hverju ári“, sögðu þeir Vincent Resmann og Thomas Rinn svæðisstjórar BMW í löndum Evrópu utan ESB. Þeir komu til landsins á föstudaginn síðasta til að afhjúpa þriðju kynslóð hins vinsæla jeppa BMW X5. Bíllinn var kynntur í Hörpu af BL að viðstöddu miklu fjölmenni og vakti aðdáun. Í samtali við þá yfirmenn hjá BMW sagði Thomas; „Sala BMW fór svo neðarlega sem í 10 BMW bíla á ári fyrst eftir hrunið, en salan var um 80 bílar á nýliðnu ári og mun fara vaxandi“. Sala í lúxusbílaflokki er í eðlilegu ári um 10% heildarbílasölunnar og við hjá BMW stefnum á hverjum markaði á þriðjung þeirra bíla. Ef það seljast á Íslandi 9.000 bílar á þessu ári, gæti sala á lúxusbílum verið um 900 bílar og stefnan er að BMW sé með um þriðjung þess. Það er ávallt markmið BMW, þ.e. að ná þriðjungi sölunnar af lúxusbílamarkaðnum. Við munum vinna þétt með BL til þess að því geti orðið“, sagði Thomas.Komum til móts við BL„Við hjá BMW ætlum að koma til móts við BL, söluaðila BMW hérlendis, og bílakaupendur á Íslandi og bjóða BMW bíla á einkar samkeppnishæfu verði í upphafi árs. BMW hefur aldrei haft breiðari línu af bílum til að bjóða hér, en að sjálfsögðu verður megináherslan lögð á X-línu okkar, þ.e. jeppa og jepplinga sem henta svo vel á ykkar landi“, sagði Vincent. „Einnig verður verð á fólksbílum okkar hagstætt, en svo virðist sem Íslendingar hafi einnig haft mikið dálæti á 3-línu og 5-línu BMW í gegnum tíðina. BMW mun kynna fjölmarga bíla á þessu ári, svo sem BMW 2 Active Tourer, X4 jepplinginn, talsverða breytingu á X1 bílnum, andlitslyftingu á X3 og glænýja M3 og M4 bíla sem einmitt verða kynntir fyrst í Detroit nú í vikunni. Þá eru rafmagnsbílarnir i3 og i8 að koma á markað á þessu ári og hver veit nema að þeir eigi mikið erindi til Íslands, en hvergi er rafmagn ódýrara en hér. Svo er Mini merkið einnig hluti af BMW og aldrei að vita hvort Mini bílar eigi ekki einnig erindi hingað“, sagði Vincent ennfremur.BMW er stærsti lúxusbílaframleiðandi heimsÞrátt fyrir að BMW eigi eftir að birta heildasölu síðasta árs er nokkuð ljóst að fyrirtækið muni halda sæti sínu frá fyrra ári sem sá lúxusbílaframleiðandi sem selur flesta bíla í heiminum. BMW mun að vonum birta sölutölur sínar á bílasýningunni í Detroit sem hefst í þessari viku. Audi seldi 1,57 milljón bíla á síðasta ári og kemur næst BMW í þessum flokki, en Mercedes Benz seldi ríflega 1,4 milljón bíla á síðasta ári. Vincent Resmann sagði að annað markmið BMW væri að með auknum fjölda seldra bíla fylgdi samsvarandi hagnaður fyrirtækisins. Því væri ekki markmið í sjálfu sér að selja sem flesta bíla ef því fylgdi ekki að BMW hagnaðist ekki í samræmi við það.Bílarnir 27% ódýrari í Bandaríkjunum„Audi er skæður keppinautur BMW og verðleggur sína bíla ávallt undir bílum okkar, en Mercedes Benz bílar eru hinsvegar verðlagðir hærra en okkar bílar“, sagði Thomas. „Barist er hart á hverjum markaði og til marks um hve undarleg verðlagning getur oft verið að þá kosta bílar allra þriggja þýsku bílaframleiðendanna svo til jafn marga dollara í Bandaríkjunum og Evrur í Evrópu. Það gerir bílana í Bandaríkjunum talsvert ódýrari en hinu megin Atlantshafsins. Þar sem dollarinn er nú um 117 íslenskar krónur en Evran um 160 kr. eru bílarnir 27% ódýrari í Bandaríkjunum. Baráttan þar vestanhafs milli BMW og Mercedes Benz var afar hörð síðast ár hvað varðar fjölda seldra bíla og munaði ekki nema örfáum þúsundum bíla. BMW vildi ekki taka þátt í þeirri verðlækkun sem Mercedes Benz bauð kaupendum og því varð Benz ofan á í fjölda, en forsvarsmönnum BMW var slétt sama þar sem verðlækkun hefði ekki samræmst þeim hagnaðarforsendum sem BMW hefur. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent
„Það ætti alveg að vera hægt að selja 300 BMW bíla á Íslandi á hverju ári“, sögðu þeir Vincent Resmann og Thomas Rinn svæðisstjórar BMW í löndum Evrópu utan ESB. Þeir komu til landsins á föstudaginn síðasta til að afhjúpa þriðju kynslóð hins vinsæla jeppa BMW X5. Bíllinn var kynntur í Hörpu af BL að viðstöddu miklu fjölmenni og vakti aðdáun. Í samtali við þá yfirmenn hjá BMW sagði Thomas; „Sala BMW fór svo neðarlega sem í 10 BMW bíla á ári fyrst eftir hrunið, en salan var um 80 bílar á nýliðnu ári og mun fara vaxandi“. Sala í lúxusbílaflokki er í eðlilegu ári um 10% heildarbílasölunnar og við hjá BMW stefnum á hverjum markaði á þriðjung þeirra bíla. Ef það seljast á Íslandi 9.000 bílar á þessu ári, gæti sala á lúxusbílum verið um 900 bílar og stefnan er að BMW sé með um þriðjung þess. Það er ávallt markmið BMW, þ.e. að ná þriðjungi sölunnar af lúxusbílamarkaðnum. Við munum vinna þétt með BL til þess að því geti orðið“, sagði Thomas.Komum til móts við BL„Við hjá BMW ætlum að koma til móts við BL, söluaðila BMW hérlendis, og bílakaupendur á Íslandi og bjóða BMW bíla á einkar samkeppnishæfu verði í upphafi árs. BMW hefur aldrei haft breiðari línu af bílum til að bjóða hér, en að sjálfsögðu verður megináherslan lögð á X-línu okkar, þ.e. jeppa og jepplinga sem henta svo vel á ykkar landi“, sagði Vincent. „Einnig verður verð á fólksbílum okkar hagstætt, en svo virðist sem Íslendingar hafi einnig haft mikið dálæti á 3-línu og 5-línu BMW í gegnum tíðina. BMW mun kynna fjölmarga bíla á þessu ári, svo sem BMW 2 Active Tourer, X4 jepplinginn, talsverða breytingu á X1 bílnum, andlitslyftingu á X3 og glænýja M3 og M4 bíla sem einmitt verða kynntir fyrst í Detroit nú í vikunni. Þá eru rafmagnsbílarnir i3 og i8 að koma á markað á þessu ári og hver veit nema að þeir eigi mikið erindi til Íslands, en hvergi er rafmagn ódýrara en hér. Svo er Mini merkið einnig hluti af BMW og aldrei að vita hvort Mini bílar eigi ekki einnig erindi hingað“, sagði Vincent ennfremur.BMW er stærsti lúxusbílaframleiðandi heimsÞrátt fyrir að BMW eigi eftir að birta heildasölu síðasta árs er nokkuð ljóst að fyrirtækið muni halda sæti sínu frá fyrra ári sem sá lúxusbílaframleiðandi sem selur flesta bíla í heiminum. BMW mun að vonum birta sölutölur sínar á bílasýningunni í Detroit sem hefst í þessari viku. Audi seldi 1,57 milljón bíla á síðasta ári og kemur næst BMW í þessum flokki, en Mercedes Benz seldi ríflega 1,4 milljón bíla á síðasta ári. Vincent Resmann sagði að annað markmið BMW væri að með auknum fjölda seldra bíla fylgdi samsvarandi hagnaður fyrirtækisins. Því væri ekki markmið í sjálfu sér að selja sem flesta bíla ef því fylgdi ekki að BMW hagnaðist ekki í samræmi við það.Bílarnir 27% ódýrari í Bandaríkjunum„Audi er skæður keppinautur BMW og verðleggur sína bíla ávallt undir bílum okkar, en Mercedes Benz bílar eru hinsvegar verðlagðir hærra en okkar bílar“, sagði Thomas. „Barist er hart á hverjum markaði og til marks um hve undarleg verðlagning getur oft verið að þá kosta bílar allra þriggja þýsku bílaframleiðendanna svo til jafn marga dollara í Bandaríkjunum og Evrur í Evrópu. Það gerir bílana í Bandaríkjunum talsvert ódýrari en hinu megin Atlantshafsins. Þar sem dollarinn er nú um 117 íslenskar krónur en Evran um 160 kr. eru bílarnir 27% ódýrari í Bandaríkjunum. Baráttan þar vestanhafs milli BMW og Mercedes Benz var afar hörð síðast ár hvað varðar fjölda seldra bíla og munaði ekki nema örfáum þúsundum bíla. BMW vildi ekki taka þátt í þeirri verðlækkun sem Mercedes Benz bauð kaupendum og því varð Benz ofan á í fjölda, en forsvarsmönnum BMW var slétt sama þar sem verðlækkun hefði ekki samræmst þeim hagnaðarforsendum sem BMW hefur.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent