Lúxusbílamerkin með 10-11% af markaðnum Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2014 14:28 Mercedes Benz CLA 250 Þrátt fyrir að mikill vöxtur hafi verið í sölu bíla í Bandaríkjunum, sem bendir til ágæts efnahagslegs ástands, hafa lúxusbílaframleiðendurnir ekki aukið við hlutdeild sína. Áfram eru þeir með á bilinu 10 til 11% af heildarsölunni. Þróunin hefur verið sú að kaupendur þeirra hafa frekar valið sér jepplinga en fólksbíla. Þýsku framleiðendurnir hafa aukið nokkuð við sölu sína, þ.e. Mercedes Benz, Audi, BMW og Porsche en lúxusmerkin Lexus og Lincoln töpuðu hlutdeild. Einnig er vert að hafa í huga að tveir framleiðendur sem einnig töldust meðal þeirra, Hummer og Saab hurfu af markaðnum. Einn framleiðandi bættist þó við, rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sem fór úr engu í 0,12% allra seldra bíla og viðbúið að það muni enn aukast. Einnig er hætt við því að nýir jepplingar lúxusbílaframleiðendanna, þ.e. Mercedes Benz GLA, Audi Q1 og Porsche Macan muni enn auka veg þeirra á kostnað fólksbíla þeirra. Það kemur í ljós á þessu ári. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent
Þrátt fyrir að mikill vöxtur hafi verið í sölu bíla í Bandaríkjunum, sem bendir til ágæts efnahagslegs ástands, hafa lúxusbílaframleiðendurnir ekki aukið við hlutdeild sína. Áfram eru þeir með á bilinu 10 til 11% af heildarsölunni. Þróunin hefur verið sú að kaupendur þeirra hafa frekar valið sér jepplinga en fólksbíla. Þýsku framleiðendurnir hafa aukið nokkuð við sölu sína, þ.e. Mercedes Benz, Audi, BMW og Porsche en lúxusmerkin Lexus og Lincoln töpuðu hlutdeild. Einnig er vert að hafa í huga að tveir framleiðendur sem einnig töldust meðal þeirra, Hummer og Saab hurfu af markaðnum. Einn framleiðandi bættist þó við, rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sem fór úr engu í 0,12% allra seldra bíla og viðbúið að það muni enn aukast. Einnig er hætt við því að nýir jepplingar lúxusbílaframleiðendanna, þ.e. Mercedes Benz GLA, Audi Q1 og Porsche Macan muni enn auka veg þeirra á kostnað fólksbíla þeirra. Það kemur í ljós á þessu ári.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent